Laugardagsmorgunn

Síðan á þriðjudag hefur yngsta manneskjan verið í dálítilli svefnmeðferð.  Við erum að fikra okkur hægt og rólega á réttar brautir og nú er fjölskyldan búin að fá í það minnsta þrjár nætur af bærilegum svefni.  Hulda sofnaði um níuleytið í gær og svaf í tólf tíma takk fyrir.  Vaknaði sjálf sprellhress í morgun, borðaði morgunmat og skellti sér í sjónvarpsgláp og fór svo að leika sér.  Manni er barasta næstum farið að líða eins og venjulegri manneskju (yeah, right!).

En vikan í vídeóglápi hefur verið dálítið þematengd.  Hulda fékk Ratatouille í afmælisgjöf frá frændum sínum og við höfum verið að horfa saman á hana.  Svo horfðum við á í Kastljósinu í gær hvar nemendur í matreiðslu voru að undirbúa veislu.  Hulda var á því þegar hún sá stóru húfurnar að það ættu að vera rottur undir þeim!  Svo horfðum við eiginmaðurinn á No Reservations í gær, eina bíómyndin sem ég hef séða auglýsta í Bon Appétit.  Doldið klisjukenndur söguþráður en afbragðs leikur og alveg bærileg afþreying.

Annars kom Hulda með okkur í Hagkaup á fimmtudaginn og kom þar auga á Sollu stirðu hjól.  Hún var með andköfum hvað þetta væri nú æðislegt hjól og lýsti yfir: "Það er svo fallegt!  Það er fullkomið!".  Eitthvað er semsagt málbeinið að liðkast á minni.

En árnaðaróskir dagsins fara til Huldu Katrínar sem útskrifast í dag sem stjórnmálafræðingur.

TIL HAMINGJU HULDA! ÞÚ GETUR ALLT!Cool


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórdís Guðmundsdóttir
Þórdís Guðmundsdóttir
Áráttukrotari og úthverfabúi

Færsluflokkar

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband