Bloggfærslur mánaðarins, október 2006

Játningar línperrans

Restar af kvefi ennþá að hrjá mannskapinn.  Reyndar með ólíkindum hvað vikan líður hratt, mér finnst eins og það hafi verið mánudagur í gær.

Það hefur verið algjört bíó að fylgjast með hlerunar og samsæriskenningum og ég held að ég þurfi ekki að bæta neinu við þá revíu sem er í gangi þar.  Sýnist að bryddað verði upp á mörgum försum í vetur, svona í aðdraganda kosninganna.  Ég var að hugleiða í alvöru hvort maður ætti að hvíla Moggann á meðan á þessu stæði en það er hálftilgangslaust þar sem önnur blöð gubbast hvort sem er linnulaust inn um lúguna.  Maður er orðinn fastagestur í grenndargámunum, í örvæntingu að henda öllu blaðaflóðinu.

Svo er hin óskiljanlega ákvörðun að hefja hvalveiðar aftur, einhvern veginn hefur maður það á tilfinningunni að þarna sé bara verið að hygla einhverjum kallskröttum sem hafa verið að pússa skutlana í tuttugu ár.  Persónulega finnst mér hvalkjöt óþverri og mér finnst þessi ákvörðun skemmandi fyrir landið okkar. 

Svo komst ég að því að ég er svokallaður línperri.  Það er nefnilega einstök nautn að strauja hvítu bómullarrúmfötin mín með heklaða milliverkinu og fara svo og sofa í þeim.  Tekur óratíma en alveg þess virði.  Ég er í fúlustu alvöru að hugleiða að fara í L'Occitane og kaupa svona línvatn sem maður steinkar þvottinn með svo rúmfötin fái huggulega lykt í leiðinni.  En það dugar ekki að gera svona við gömlu druslurnar sínar.  Nei, þetta verða að vera alvöru rúmföt.  Öðruvísi mér áður brá því ég er yfirlýstur andstraujari.  Svo bregðast krosstré sem önnur....

En á morgun er útskrift Meistara Guðrúnar og við mætum að sjálfsögðu, galhress, í okkar fínasta pússi og með pakka í sveittum litlum lófunum.


Lesið þetta

Ég ætla að leyfa mér að tengja inn á þessa síðu.  Með betri greinum sem ég hef lesið.

Kvef í Kópavogi og aðrar gleðifréttir

Fyrst ber að nefna og fljóta hér miklar og gífurlegar hamingjuóskir með: Lilju og Braga var að fæðast annar sonur og mun allt hafa gengið að óskum.  Enn og aftur þá óskum við foreldrum og stóra bróður innilega til hamingju með snáðann.

Lítið að frétta annars frá okkur, kemst reyndar sjaldan í tölvuna þessa dagana og spurning um að fara að spara krónurnar sínar fyrir fartölvu til að vera fær í flestan sjó.

Huldu tókst að smita mig af einhverri leikskólakvefpest en ég hef þó mætt í vinnuna og reynt að gera mitt til að dreifa ósómanum. Glottandi Nei, ég hef verið stillt og reynt að stilla mig um að spreyja vírusum á kúnna og samstarfsmenn.

Fagnaðarlætin halda áfram því IKEA hið risastóra er að opna og húsmæður á höfuðborgarsvæðinu þurfa ekki að hanga heima hjá sér frekar en þær vilja!  Í það minnsta sjáum við systir mín það að við getum mæst þarna á miðri leið og bara hangið á kaffiteríunni.

Jæja elskurnar, best að fara að sofa og reyna að reka pestina úr sér.


Indian!

Kópavogsbúar og nærsveitarmenn ættu að gleðjast því Austurlandahraðlestin (matstaðurinn, ekki farartækið) er mætt á svæðið.  Fjölskyldan fékk dýrlega kjúklingarétti og guðdómleg naan brauð þarna í kvöld og borðuðum heima.  Það varð reyndar að borðast heima því örverpið í fjölskyldunni náði sér í einhverja pest og er búin að vera lasin í dag. 

En, þess utan þökkum við góðar kveðjur og svo samveru við þá sem mættu hingað í litlu-miðausturlönd á laugardagskvöldið.  Afmælisbarnið er barasta nokkuð sátt við sinn hlut, fyrir utan að taka við fullt af bröndurum frá bræðrum sínum og öðrum fjölskyldumeðlimum.

 Annars bið ég ykkur vel að lifa þar til næst.


Höfundur

Þórdís Guðmundsdóttir
Þórdís Guðmundsdóttir
Áráttukrotari og úthverfabúi

Færsluflokkar

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nota bene

Veður

Click for Reykjavik, Iceland Forecast

Nýjustu myndir

  • orchid-07
  • Svo þetta
  • Fyrst kom þetta

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband