Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007

Frábært, frábært, frábært!

Sem Kópavogsbúi og daglegur strætónotandi frá sex ár aldri, fagna ég ákaft.  Við viljum helst eiga bara einn bíl og þetta hjálpar svo sannarlega til.  En ég er ekki eldri borgari né námsmaður svo undirrituð, sem notar strætó árið um kring, féll hingað til ekki í neina afsláttarhópa.

Ég er nefnilega svo heppin að síðan leiðakerfinu var umbylt um árið, gengur strætó beint úr hverfinu mínu og stoppar 150 metra frá vinnunni minni.  Alveg ástæðulaust að hafa bíl hreyfingarlausan fyrir utan vinnustaðinn allan daginn.  Svo fær maður alltaf kompaní í strætó og getur horft á bílstjórana í prívatbílunum, aleina í bílunum sínum, að bora í nefið!

Duglegur Ármann!


mbl.is Frítt í strætó fyrir Kópavogsbúa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dugleg í dag

Í dag var tekið til og sorterað í tveimur herbergjum.  Við Valgerður fórum í gegnum skápa og skúffur á minna baðherberginu og þrifum innréttinguna að innan.  Út úr því komu tveir fullir pokar af rusli.
Svo tókum ég og bóndinn til í skápum og skúffum í anddyrinu.  Þar skiluðu sér tveir ruslapokar, heill svartur poki af yfirhöfnum og heill svartur poki af skóm, hverjir munu fara í Sorpu á morgun.  Allt svo þrifið og raðað snyrtilega inn í skápa aftur.

Two down, several to go!  Við ætlum nefnilega að fara svona í gegnum allt húsið.  Ruslið hefur nebblega fengið að fjölga sér óáreitt í talsvert langan tíma, tala nú ekki um að við vorum meira eða minna hálflömuð síðastliðið eitt og hálft ár.

Cleanliness is next to Holiness!


Heillaóskir!

Byrjum á að senda hamingjuóskir til Stefaníu Helgu sem setur upp húfuna í dag eftir fjögurra ára vist í MR.  Ótrúlegt hvað tíminn líður og hvað er stutt síðan lítil stelpa var að segja okkur eftir Mallorca ferð eitt sumarið, að hún hefði fengið sand á tærnar og það hefði verið ískalt í sundlauginni.  Nú er litla stelpan orðin stærri en ég og að fara í Háskólann.  Innilega til lukku fröken Stebbólína og við hlökkum til að sjá þig í kvöld. 

En síðasta sunnudag fórum við að sjá Uriah Heep og Deep Purple spila og það var hrikalega gaman vægast sagt.  Tókum unglinginn með okkur og henni fannst líka feiknafjör.  Ekki oft sem maður sér tvo framúrskarandi tónleika sömu helgi.

Annars höfum við einhvern veginn ekki náð að gera nokkurn skapaðan hlut af viti, það er einhvern veginn soddan kaos og brölt í gangi alla daga.  Enda er heimilið farið að líða fyrir það.  Steininn tók þó úr þegar Hulda Ólafía stóð á stól við eldhúsborðið og sýndi okkur rykið á eldhúsljósinu á fingrinum:  "Sjáðu, sjáðu!  Oj!", og svo lyfti hún fætinum svo við gætum séð undir ilina á sokknum hennar og sagði aftur: "Sjáðu, sjáðu! Oj!"  Dapurlegt en satt.  Ég vona að tími og þrek fjölskyldunnar fari að leyfa vorhreingerningu.

Eða kannski þarf ég barasta að fá mér ræstitækni í vinnu!


Höfundur

Þórdís Guðmundsdóttir
Þórdís Guðmundsdóttir
Áráttukrotari og úthverfabúi

Færsluflokkar

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nota bene

Veður

Click for Reykjavik, Iceland Forecast

Nýjustu myndir

  • orchid-07
  • Svo þetta
  • Fyrst kom þetta

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband