Komin í frí

Sumarfríið mitt er byrjað og nennan til að blogga er lítil.  Eins og maður segir á útlensku: "I can't be arsed".  En ég býst við að það hafi komið í ljós miðað við hversu strjált er skrifað.

Helst er í fréttum að Siggi keppist við að gera klárt fyrir steypu á pallaundirstöðum bak við hús.  Síðustu holurnar verða teknar á morgun og svo skilst mér að eigi að steypa um leið fyrir framan og aftan hús. 

Ég er búin að setja mér það verkefni að salla niður það óþarfa drasl sem hefur safnast hér á liðnum árum og helst að henda sem mestu (eða endurvinna).  Risavaxið verkefni sem vex mér dálítið í augum en mig langar samt svo að klára.  Það er einhvern veginn orðið tímabært að endurskoða ýmsa hluti í lífinu og þetta er einn af þeim.  Sendið góðar hugsanir, það veitir ekki af.

Annars komu gestir frá Múmínálfalandinu í heimsókn í gær og að auki lítill gestur úr húsinu á móti svo það var fjörugt hérna seinnipartinn.  Ég var doldið sólarsoðin í gærkvöldi og aloe vera túban er búin að vera við höndina í gær og í dag en ég er öll að hjarna við.

Hulda hefur það fínt og er komin með algjöra bókadellu.  Hugsið ykkur, fyrir svona ári, tveimur árum síðan vildi hún lítið sem ekkert sjá bækur og mátti alls ekki lesa fyrir hana (líklega af því hún skildi lítið það sem var verið að segja og vissi það).  Uppáhaldsbókin hennar þessa dagana er bók sem heitir 'Svona erum við' og er líffræðibók fyrir krakka.  Svo tekur hún Fables myndasögurnar sem við Siggi eigum og skoðar þær í gríð og erg þótt þær séu langt frá því að vera krakkaefni og hreint ekki aðgengilegar. Hún er skrítin en skemmtileg skrúfa hún dóttir mín.

Svo hvet ég ykkur til að kíkja á síðuna hennar Valgerðar og sjá nýja lúkkið á eldri dótturinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég kíki...

Gunnar Helgi Eysteinsson, 8.7.2008 kl. 13:39

2 Smámynd: Dísa Dóra

Hafðu það gott í sumarfríinu.  Ég kíki hjá Valgerði

Dísa Dóra, 11.7.2008 kl. 21:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórdís Guðmundsdóttir
Þórdís Guðmundsdóttir
Áráttukrotari og úthverfabúi

Færsluflokkar

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nota bene

Veður

Click for Reykjavik, Iceland Forecast

Nýjustu myndir

  • orchid-07
  • Svo þetta
  • Fyrst kom þetta

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband