Smurf and Turf

Já, ég veit að það er langt síðan ég skrifaði síðast en það er sumar og búið að vera svooo gott veður.  Reyndar hefur líka verið hellingur að gera svona eins og í "So many social engagements, so little time."  Ég er guðslifandi fegin að fá smá rigningu því ég var orðin hreistruð af þurrkunum sem ganga hér yfir.  Já, í alvöru!  En svo var ég líka að glíma við svæsinn frjókornapirring sem er gott að fá smábreik frá.

En nú styttist alvarlega í frí, verð að vinna út þessa viku og fer þá í fjögurra vikna frí.  Sýnist þó að það verði drjúgt að gera í vinnunni fram að því þannig að maður stundar víst ekkert letilíf þar.  Ég býst nú heldur ekki við að liggja í leti hér heima því hér er enginn skortur á verkefnum.  Til að mynda er hin árlega allsherjar tiltekt í vinnurými mínu sem aðrir heimilismenn (og ég líka) nota allt of oft í stað geymslu.  En þegar hún er afstaðin er búið að lofa mér góðum stól í herbergið, svona stól sem hægt er að sitja þægilega og lesa í.

Í fyrradag stikuðum við eiginmaðurinn út plássið sem pallurinn fyrir aftan hús á að standa á.  Merkilegt nokk þá þróuðust hlutirnir þannig að það var talsvert af mannskap sem losnaði óvænt í það verkefni að moka út hlíðina og bora fyrir undirstöðunum.  Þannig að allt er (kannski) komið á ferð hérna eftir áralanga ládeyðu.  Og jafnvel, loksins, loksins, verður steypt fljótlega fyrir fremri pallinum.  Það er svona þegar samdrátturinn mætir á svæðið þá fara iðnaðarmenn loksins að hafa tíma til að gera hluti heima hjá sér!

Annars voru í gær liðin tuttugu ár frá því við Siggi kynntumst og var haldið upp á það.  Við ætluðum að vera flott á því og fara fínt út að borða en stemningin var ekki alveg að gera sig í þá áttina þannig að okkur leist betur á að vera bara heima hjá okkur og elda sjálf.  Ég eldaði nautalund og humarhala með sterku kryddsmjöri en mismælti mig þegar ég var að kynna réttinn fyrir Sigga og sagðist ætla að búa til Smurf and Turf!  Góðir þessir léttsteiktu strumpar!  Skemmst er frá því að segja að þetta var svoooo gott.  Og allir borðuðu vel.  Svo vel að Hulda taldi ástæðu til að benda okkur á að gubba út um eldhúsgluggann svona eins og gert er í Ratatouille!  Sem betur fer þáði enginn boðið.

En Hulda er í fínu stuði þessa dagana og gengur alltaf betur og betur að tala.  Maður finnur líka að sjálfstraustið er að aukast hjá henni og hún notar þá tungumálið meira.  Við tökum þó eftir að ef henni er mikið niðri fyrir notar hún það sem við köllum 'autisku' og notar þá skiljanleg orð í upphafi og enda setninga en hljóðarunur inn á milli.  Svo er hún voða góð við kisu og kyssti hann á munninn áðan af mikilli ástúð Sick.  En ég man reyndar eftir að hafa gert svipaða hluti þegar ég var lítil og var skömmuð fyrir!

En, best að fara gera eitthvað gáfulegt eins og að mæna á moldarsvaðið í garðinum dreymnum augum.Joyful


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég segi bara; Hjartanlega til hamingju.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 2.7.2008 kl. 17:30

2 identicon

Innilegar hamingjuóskir með báða áfangana. Mér finnst þó áfangi nr. 2 skemmtilegri. Alltaf gaman þegar samveran batnar með hverju árinu sem líður og maður nennir að gera sér dagamun á hverju ári. Þið eruð núna orðnir hálfdrættingar á við okkur Helga. Bestu kveðjur úr kuldagjóstrinu á norðurlandi.

Auður (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 21:12

3 Smámynd: Edda Sveinsdóttir

Já ég er sammála þér. Strumpar eru hrikalega bragðgóðir og alltaf enn betri með kryddsmjöri . Til hamingju með árin öll og framkvæmdirnar. Þekki þetta alltof vel með iðnaðarmennina  en það verður ekki síður gaman fyrir okkur hér hinu megin við götuna þegar pallurinn að framan kemur

Edda Sveinsdóttir, 3.7.2008 kl. 13:17

4 Smámynd: Þórdís Guðmundsdóttir

Já heldurðu!

Þórdís Guðmundsdóttir, 3.7.2008 kl. 17:07

5 identicon

20 ár!! Jiimminn eini!! Ég man meira að segja eftir að því þegar Siggi var að byrja að sniglast heima hjá ömmu. Þetta er bara reality check fyrir mig hvað ég er orðin gömul. Það verður sko happy hour út á palli þegar hann er tilbúinn.

Hulda Katrín (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 18:42

6 Smámynd: Erla Stefanía Magnúsdóttir

Til hamingju með árin tuttugu, njótið auknabliksins.........

Hafið það sem allra best í fríinu og ég bið að heilsa þessari flottu stelpu ykkar hún er bara frábær

kveðja Erla Stefanía

Erla Stefanía Magnúsdóttir, 3.7.2008 kl. 23:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórdís Guðmundsdóttir
Þórdís Guðmundsdóttir
Áráttukrotari og úthverfabúi

Færsluflokkar

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nota bene

Veður

Click for Reykjavik, Iceland Forecast

Nýjustu myndir

  • orchid-07
  • Svo þetta
  • Fyrst kom þetta

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband