Er komið sumar ?

Haldið að Kallurinn hafi ekki barasta verið heima í dag!  Þetta er víst eins konar sumarfrí.  Eða kannski bara frí þar sem sumarið hefur bara birst í mýflugumynd hingað til.  Við horfðum á Harry Potter í gærkvöld í á myndasöludæmi Skjásins.  Myndgæðin voru vægast sagt ömurleg og ég er almennt ekki yfir mig hrifin af myndgæðunum sem boðið er upp á í gegnum ADSL tenginguna.  Svo eru alls konar fídusar sem detta út eins og til dæmis möguleikinn á að skipta um tungumál og textavarpið dettur líka út.  Næst fer ég barasta og leigi DVD með gamla laginu.  En þó er bót í máli að á meðan gæðin eru svona þá er engin ástæða til að fara út í meiri hátta flatskjásfjárfestingar og gamla sjónvarpið má búa hér ennþá.  Enda stendur það sig með prýði og sóma.

En svo horfðum við líka á Green Wing sem ég var bara að sjá í fyrsta sinn í síðustu viku.  Meinfyndnir og súrrealískir þættir.  Held svei mér þá að ég myndi vilja eiga þetta á DVD þegar færi gefst.  Það er víst best að lafa sem mest fyrir framan sjónvarpið því við höfum ekki einu sinni haft ástæðu til að sækja stóru garðstólana okkar.  Stjúpurnar eru að tætast í sundur í rokinu og svo er spáð stormi og látum samkvæmt síðustu veðurfréttum.

Ég held ég verði innipúki á næstunni


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórdís Guðmundsdóttir
Þórdís Guðmundsdóttir
Áráttukrotari og úthverfabúi

Færsluflokkar

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 22246

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nota bene

Veður

Click for Reykjavik, Iceland Forecast

Nýjustu myndir

  • orchid-07
  • Svo þetta
  • Fyrst kom þetta

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband