"Oh, I do love a good rant!"

Í gær stóð til að fara og sjá Brúðubílinn hér á Hvammsvelli (local gæsluvöllur fyrir Sala og Lindahverfi).  Um morguninn var hins vegar mígandi rigning og rok og yours truly þurfti að þjóta út á svalir í hendingskasti og gera þær þannig að allt mitt góss fyki ekki út um allar koppagrundir.  Það gaf augaleið að göngutúr upp á Hvammsvöll var ekki á dagskrá.  Undir kvöld var veðrið svo orðið ágætt sem sýnir og sannar að við búum við sýnishornaveðurfar hér á Íslandi.  Og loksins þegar er búið að setja rimlagardínur í eldhúsið, svona til að forðast stiknun, þá hverfur sólin.  Ég er einhvern veginn ekki að finna taktinn eftir það sem gekk á í síðustu viku og langar helst að fara bara í vinnuna.  Skrítið ekki satt?  Veit ekki hvort ég vil fara til útlanda, hvernig eða hvert.  Veit ekki hvað ég á að gera við blessað barnið og er alveg ringluð.  Gat þó sofið næstum alla nóttina, vaknaði augnablik en í stað þess að vera vakandi í einn, tvo tíma eins og mynstrið hefur verið síðustu vikur þá gat ég sofnað fljótlega aftur.  Í mínu tilfelli er það kraftaverk. 

Myndlistamönnum á þessu heimili þótti fyndinn myndabrandarinn í Blaðinu í dag, um Zidane og Materazzi.  Þetta er hægt að sjá á bladid.net ef menn nenna að bíða eftir því að blaðið hlaðist niður.  Og talandi um fótbolta.  Allir sem mig þekkja vita að ég er ekki mjög áhugasöm um boltaíþróttir.  En mér finnst okurstarfssemin sem var í kringum sýningarnar á HM hér á landi ótrúlega lágkúruleg.  Og að heimta að Skjárinn lokaði fyrir þær stöðvar sem sýndu þetta.  Ég get mér þess til, ég hafði ekki lyst á að gá, að úrslitaleikurinn hafi líka verið í læstri dagskrá.  Ég hef af og til í gegnum tíðina nefnilega druslast til að horfa á leiki á HM og alltaf á úrslitaleikinn.  Hafi menn ævarandi skömm fyrir.   Hjá flestöllum þjóðum og þjóðum sem eru verr settar en við er HM sýnt í opinni dagskrá.  Public service, þið vitið.  En við Íslendingar erum víst svo "rík" að það dugar ekki hér. 

Skrítið, ég finn ekki fyrir öllu þessu ríkidæmi í mínu lífi!  Bíllinn minn er ekki Bentley, hann er 11 ára gömul Toyota Corolla sem er í þessum töluðu orðum í viðgerð svo hægt sér að kreista ögn meiri þjónustu út úr honum.  Vissulega bý ég í sérbýli en ég er að klára það smátt og smátt, svona til að forðast meiri háttar skuldsetningar svo ég er ekki á leiðinni í Innlit Útlit/Veggfóður á næstunni.  Og Íslendingar eru svo ríkir að þeir hafa ekki efni á að vera heima hjá börnunum sínum, hafi þeir áhuga á því.  Og nú eru sumir orðnir svo ríkir og vel settir að þeir geta vísvitandi farið að mjólka samborgara sína.  Þá er ég að vitna í góðmennin sem eru að kaupa upp sumarbústaðalönd þar sem leigusamningar eru við það að renna út.  Svo er fólki boðið að gera nýjan leigusamning upp á margfalda upphæð eða kaupa viðkomandi land á uppsprengdu verði.  Eiginmaðurinn kommenteraði á að þetta væri dálítið eins og Scrooge myndi haga sér.  Eða menn með Corleone eftirnafnið.

Prinsar á meðal oss, komnir til að taka alþýðuna í kakóið.  Bara smá fýla, eða eins og Billy Connolly sagði: "Oh, I do love a good rant!"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég skil ekkert í þér að þú skulir ekki veðsetja húsið upp í topp til að skreyta stofuna með Erik Jörgensen og fleiri dönskum hönnunarsnillingum til að komast í þessa montþætti:) Að öllu gamni slepptu þá hlýtur nú að fara að koma að því að Íslendingar andi nú aðeins rólega í kaupæðum sínum, nú sérstaklega þegar vextir fara síhækkandi. Kannski verð ég heppin og fasteignaverð hrynja og við getum flutt inn í einhverja villu rétt hjá ykkur fyrir skít á priki (kannski væri meira að segja "veðsettu" húsgögnin innifalin:)).

Ertu ekki bara svona ringluð yfir ástandinu því í raun er eftir að setja fram hvernig framhaldið verður?
Kveðja,
Garún

garun (IP-tala skráð) 12.7.2006 kl. 13:05

2 Smámynd: Þórdís Guðmundsdóttir

Það gefur augaleið að þið eigið að búa í Kópavogi þar sem Þið eruð nú meira eða minna hér í Kópavoginum með annan fótinn í tennis og þess háttar! Ég hugsa að einhverjir fari að koksa á villunum fljótlega, framboðið virðist vera farið að aukast nú þegar.

Jú, ætli ruglan stafi ekki af óvissunni sem er í gangi og líklega smá svona eftirskjálfti.

Þórdís Guðmundsdóttir, 12.7.2006 kl. 14:43

3 identicon

Hvað er að þér að vilja ekki líta út eins og þú ert rík! Þú getur borgað með vísa og svo tekið út á vísa næstu mánaðamót til þess að geta borgað reikningin! Einfalt ekki satt!(nei) Það sem ég legg til að þið gerið,,í stað þess að fara til Írlands,,er að fara til sólarlanda,,bara gera ekki rassgat í tvær vikur,,og einu áhyggjurnar eru hvort maður hefur látið á sér nóg sólarvörn,,og hvort maður á að fá sér rauðvín eða hvítvín um kvöldið! Annars bara letilíf á sundlaugarbakkanum!! Eiginlega hefur maður enga orku til þess að hugsa um eitthvað annað!Er eiginlega enþá að kúpla mig inn í hverdagslífið!
kv
Hulda Katrín

Hulda Katrín (IP-tala skráð) 12.7.2006 kl. 16:02

4 identicon

Líka,,stærsta ákvörðun á sólarströnd, er hvort maður eigi að splæsa á sig 5 evru flösku um kvöldið,,annars eru bara fínar flöskur frá 3-4 evrur!
kv
hulda

Hulda Katrín (IP-tala skráð) 12.7.2006 kl. 16:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórdís Guðmundsdóttir
Þórdís Guðmundsdóttir
Áráttukrotari og úthverfabúi

Færsluflokkar

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nota bene

Veður

Click for Reykjavik, Iceland Forecast

Nýjustu myndir

  • orchid-07
  • Svo þetta
  • Fyrst kom þetta

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband