Síðbúið sumarfrí

Fyrsta vers er að óska afmælisbarni dagsins, honum bróður mínum, til hamingju með afmælið.  Einnig koma hér afmæliskveðjur til Helga sem átti afmæli 4. janúar.  Til lukku báðir tveir.

Ég er hins vegar að taka út tvo sumarleyfisdaga í dag og á morgun en er því miður ekki á Kanarí.  Ég er á námsskeiði sem Greiningarstöðin er að halda um TEACCH fræðin.  Að megninu til eru þetta leiksskólastarfssmenn en nokkrir foreldrar eru þarna líka.  Þannig að maður er kominn á svipuðum tíma heim og ef maður væri að vinna og ekki mikið um frí.  En fróðlegt námsskeið og margt sem maður getur nýtt sér.

Ég viðurkenni alveg fyrir alþjóð og fleirum, að ég er ekki búin að taka niður allt jólaskrautið, í það minnsta stendur jólatréð ennþá hérna uppljómað.  Mig minnir þó að mamma hafi sagt að tréð hafi yfirleitt fengið að standa fram yfir afmælið hans Gvendar svo það er kannski bara ágætur siður.

Siggi var líka á námsskeiði en þurfti svo að fara í vinnuna.  Mér sýnist að Hulda fái snemma að borða í kvöld og fari að sofa og missi af pabba sínum fyrir vikið.  Enda er hún farin að ávarpa pólska strætóbílstjóra sem pabba!  Wink  Við stefnum samt á pizzu í kvöld og smá sjónvarpsgláp.  Fann His Girl Friday á Select áðan og keypti hana vegna þessa að ég hafði svo góðar minningar um þá mynd.  Vonandi að hún standi undir þeim væntingum.

Lifið heil...

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórdís Guðmundsdóttir
Þórdís Guðmundsdóttir
Áráttukrotari og úthverfabúi

Færsluflokkar

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 22251

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nota bene

Veður

Click for Reykjavik, Iceland Forecast

Nýjustu myndir

  • orchid-07
  • Svo þetta
  • Fyrst kom þetta

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband