Álitsgjafar hinna fullkomnu jóla.

Ég bendi einlægum aðdáendum síðunnar að ég þjáist ekki af bloggleti heldur eru núna að koma jól og ég vinn við þjónustu og verslunarstörf að þjóna stressuðum Íslendingum og kúnnum sem fá kikk út úr því að hella sér yfir mann.  Merkilegt, en ég man ekki eftir því eftir að hafa verið stressuð fyrir jólin fyrr en ég fór að vinna á núverandi vinnustað.  Það er semsagt annað fólk sem leggur það til.  En þetta þýðir að ég er að kafna úr þreytu og stressi þegar ég kem heim og kveiki ekki mikið á tölvunni.  Restin af lífinu stoppar nefnilega ekki á meðan Íslendingar undirbúa jólin, maður þarf líka að sinna börnunum, þvottinum, tiltektum, mat og fleira þannig að ákveðnir hlutir barasta sitja á hakanum.  Og svo má ekki gleyma að það er fötluð lítil stelpa á heimilinu, sem mætir núna í ýmsa aukatíma og foreldrarnir með og að auki þarf að hafa vakandi auga með henni á öllum stundum.  Ég man að ég fékk netta athugasemd í fyrra um skort á jólakortum...sorrí, það eru svona hlutir sem fá að fjúka þegar mikið er að gera.  Snemmtæk íhlutun hefur forgang á pappaspjöld með jólasveinum.

Siggi heyrði reyndar í konu í útvarpinu um daginn sem lýsti skoðun sinni á því þegar fjölmiðlar og jólapúristar eru að siða fólk til í desember.  Menn eiga ekki að vera stressaðir, ekki að gera of mikið, ekki hlaupa í búðum, endilega sækja jólatónleika, kveikja á kertum, gera kökur, handgerð jólakort og fleira.  Sama kona skildi nefnilega ekkert í því af hverju það þætti þá svona slæmt að byrja að útbúa jólin snemma!  Prógrammið er orðið jafnstrangt og hjá ömmum okkar sem gerðu jólahreingerningu, bökuðu, saumuðu jólafötin og gerðu allt sjálfar.  En núna er þetta í nafni þess að "slappa af" og "hafa það huggulegt".  En það gleymist í öllu orðagjálfrinu að þetta bætist ofan á fulla vinnu og oft nám hjá fólki.  Og allt á að gera á þessum þremur vikum sem eru frá byrjun desember/aðventu.  Það eru yfirleitt konur sem setja sér svona vonlausa dagskrá.  Og svo þegar menn koksa á hinum fullkomnu jólum, hlýtur ósigurinn að vera hrikalegur.  Ekki gott fyrir sálarlífið. 

Ég hef enga lausn á þessu máli, bara það að anda með nefinu, redda því sem hægt er að redda og eiga smá jólabjór í kælinum þegar maður kemur heim með (jóla)öndina í hálsinum.  Og feisa það að maður getur ekki gert "allt", hvað sem það á nú eiginlega að vera.  Ég hins vegar kveiki á kertum árið um kring og breyti því ekkert sérstaklega í desember.  Umfram allt, loka eyrunum þegar álitsgjafar hinna fullkomnu jóla fara að jarma í fjölmiðlunum.  Og setja dagblöðin sem birta svona þvætting undir kattasandinn í kattadallinum (þið sem eigið ketti), það er rétti staðurinn fyrir svona hluti.  En hins vegar ætla ég að lumma upp fullt af jólaskrauti og ljósum og það verður til þess að gleðja börnin mín.  Það finnst mér vera forgangsatriði.  Það verður ábyggilega svona Suðurnesjastemning á húsinu en hvað með það...

En....ég vona að þið eigið góða aðventu með hæfilega miklu að gera og verið góð við fólk í verslunar og þjónustustörfum.  Annars er mér og VR að mæta.  (Við mætum með heftara, teip, skiptimynt í rúllum og gamla reikninga til að hrella jóladóna!)

P.S.  Fór með strákunum úr vinnunni að spila pool í gærkvöldi.  Fyrsta sinn sem ég munda svoleiðis kjuða á ævinni og það var feiknalega gaman.  Mun leitast við að endurtaka það sem fyrst.  Hver vill spila? 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mundu bara að fólk er fífl!! Nema við ,,,Við erum fullkominn!! Það eina sem virkar á móti mjög dónalegum kúnum,,er vera súper smeðjuleg og ógeðslega kurteis! Fólk fer bara í einhver baklás og fær á sig mjög fyndin undrunarsvip! Trúðu mér þetta virkar! Ég er alveg hætt að nenna að standa í jólakortum,,prófin eru alltaf hápunkti rétt fyrir jól svo að þetta er síðasti hlutur sem ég nenni að hugsa um. Svo ég sendi bara sms!!

Hulda Katrín (IP-tala skráð) 2.12.2006 kl. 18:21

2 identicon

Nei, nei fólk er ágætt. Það eru bara ákveðinn hópur sem fær ekki útrás fyrir tilfinningar sínar í heimahúsum og nýtir sér því að fólk í þjónustustörfum er sérþjálfað í að brosa sama á hverju gengur. Svo er rétt að kurteisi og hlýleg framkoma hefur góð áhrif í flestum tilfellum og virkar oft sem plástur á ýmis sár, sem bera ekki með sér hvernig þau áskotnuðust.

Auður stóra systir (IP-tala skráð) 2.12.2006 kl. 21:24

3 identicon

Skemmtilegast er þó,,þegar fólk er mjög fúlt,,og er að fara,,þá er mjög sniðugt að segja Takk fyrir innlitið!! Þá fer fólk virkilega að hristast!Sérstaklega í mínu gamla starfi sem fólk er ekki að mæta þanga á fúsum og frjálsum vilja!!(djöfull getur maður verið nasty stundum)

Hulda Katrín (IP-tala skráð) 4.12.2006 kl. 16:48

4 Smámynd: Þórdís Guðmundsdóttir

Fyndið Hulda!  Annars eru það ekki blessaðir kúnnarnir sem eru mest þreytandi heldur þegar er mikið að gera og maður er á sprettinum allan daginn, ýmist að afgreiða, tala í síma og jafnvel að reyna að vinna einhver verkefni um leið.  Er að fá skrefamæli á næstu dögum og ætla að gá upp á grín hvað maður hleypur mikið um í jólaösinni.

Þórdís Guðmundsdóttir, 5.12.2006 kl. 13:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórdís Guðmundsdóttir
Þórdís Guðmundsdóttir
Áráttukrotari og úthverfabúi

Færsluflokkar

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 22249

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nota bene

Veður

Click for Reykjavik, Iceland Forecast

Nýjustu myndir

  • orchid-07
  • Svo þetta
  • Fyrst kom þetta

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband