Meira hvað maður verður þreyttur!

Laugardagur og ég er alltaf jafnhissa á því hvað maður verður þreyttur þegar stendur til að fara að þrífa baðherbergin!  Ég meina það, ég gæti lagt mig núna og haft það afar náðugt.  Valgerður ætlar að stinga nokkrum hlutum ofan í uppþvottavélina og mér sýnist að hún sé líka afar þreytt.

Annars féllum við báðar eftirminnilega áðan á kókbindindinu sem fjölskyldan hefur verið í í nokkra mánuði og ekki þótt tiltökumál.  Við vorum semsagt að ljúka búðarferðum niðri í Smára og förum síðan að tala um það að okkur langi svo rooosalega mikið í kók.  Við komum við í búð, keyptum tveggja lítra kók til að taka með heim og svo eina litla sem við skiptum á milli okkar og svolgruðum í okkur á leiðinni til að fullnægja þörfinni strax.  Himneskt.  Merkilegt vegna þess að ég var komin á þá skoðun að þetta væri vont sull og saknaði þess ekki neitt.  En þetta sukk verður bara í dag og á morgun verð ég aftur óvirkur kókisti.

En í kvöld höldum við gamla settið út á Nes í tilefni þess að Guðrún vinkona átti fertugsafmæli í síðasta mánuði.  Svo styttist víst í að sú sem þetta ritar eigi eitt svoleiðis!

Hafið góða helgi, ég er farin að bóna hásætin!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórdís Guðmundsdóttir
Þórdís Guðmundsdóttir
Áráttukrotari og úthverfabúi

Færsluflokkar

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 22232

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nota bene

Veður

Click for Reykjavik, Iceland Forecast

Nýjustu myndir

  • orchid-07
  • Svo þetta
  • Fyrst kom þetta

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband