Skemmtileg helgi

Helgin hjá okkur var þéttpökkuð og vel heppnuð.  Hinn sígildi laugardagsmatur var borðaður hjá tengdó eins og getið var um í fyrri færslu og að því loknu brenndum við í Vesturbæinn að skoða Hagaskóla.  Hulda var nokkuð impóneruð að sjá skólann hennar mömmu og hófst handa um leið og hún kom heim að pakka í tösku nokkrum vel völdum hlutum og bókum og kvaðst svo vera að fara í skólann.  Henni er reyndar alltaf bent á skólann hennar Valgerðar (sem hún kveður eftir tvo daga), þegar við göngum framhjá og er farin að koma með yfirlýsingar um að hún eigi líka að fara í skóla.  Um kvöldið komu svo Hafnfirðingarnir og borðuðu hjá okkur með tilheyrandi kjaftatörnum á eftir.

Ég og eiginmaðurinn tókum svo daginn snemma í gær og fórum í Blómaval.  Keyptum helling af stjúpum og króknuðum næstum í leiðinni í þessu ekki-vorveðri!  Versluðum vikuinnkaupin og gerðum svo það sem við aldrei annars gerum, borðuðum sunnudagsmatinn á miðjum degi!  Svo brenndi fjölskyldan upp á Víðivelli, sótti fleiri blóm og drifum okkur í Fossvogskirkjugarðinn.  Bræðurnir nebblega skipta með sér umhirðu á leiðum eftir árum og núna er okkar ár.  Hreinsuðum beð og settum niður blóm hjá pabba hans Sigga, ömmu hans og föðurbróður.  Settum svo einnig blóm niður hjá steininum hennar mömmu.  Afskaplega forvitnir og spakir fuglar nýttu sér jarðvegsvinnuna og nældu sér í feita ánamaðka um leið og maður mokaði holur fyrir blómin. 

Um kvöldið mættu svo Þórhildur og Guðrún til að vera hjá Huldunni á meðan við skruppum ásamt Valgerði í Borgarleikhúsið að sjá Ladda 6-tugan.  Bara nokkuð hressileg skemmtun.  En það hefði eiginlega þurft að vera þriðji frídagurinn til að jafna sig eftir allan hamaganginn.  En, það styttist í sumarfrí!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég er búinn að lesa færsluna en hef ekkert að segja.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 3.6.2008 kl. 19:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórdís Guðmundsdóttir
Þórdís Guðmundsdóttir
Áráttukrotari og úthverfabúi

Færsluflokkar

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 22227

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nota bene

Veður

Click for Reykjavik, Iceland Forecast

Nýjustu myndir

  • orchid-07
  • Svo þetta
  • Fyrst kom þetta

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband