Laugardagsletin

Við Valgerður vorum með stór plön um tiltekt og skápahreinsun þegar við komum heim í dag en hingað til hefur dagurinn farið í tölvufikt og sjónvarpsgláp.  En kannski rætist úr því á eftir?

Hulda mætti í talþjálfun í gær eftir rúmlega tveggja mánaða hlé.  Kjaftaði á henni hver tuska, leiðrétti hana Ástu sína ef henni fannst þörf á og almennt bara brilleraði á öllum sviðum.  Enda hefur hún tekið miklum og stórstígum framförum og hefur að auki tognað þokkalega úr henni á stuttum tíma.  En á morgun á daman afmæli og kom með kórónu úr leikskólanum í gær.  Það eru semsagt fimm ár síðan hún kom í heiminn og daginn sem hún fæddist var hraustlegt óveður, eitthvað svipað og við erum að upplifa þessa dagana.  Einnig eru þessa dagana fimm ár síðan við fluttum hingað inn og það er svo sannarlega gott að vera hérna.  Formleg afmælisveisla frestast þó um viku en auðvitað verður gert eitthvað skemmtilegt fyrir stúlkuna á morgun.

Ég náði þeim stórmerkilega áfanga í fyrradag að taka vel til í herberginu hennar Huldu, flokka allt smádótið og fjarlægja nokkra hluti.  Það hjálpaði líka til að við höfðum keypt hirslu í Ikea með fullt af plastskúffum svo núna eiga Barbie dúkkurnar sér skúffu, dúkkuföt sér skúffu og svo framvegis.  Jafnframt voru kubbar settir utan seilingar fyrir stúlkuna, afgreiddir stöku sinnum eftir pöntun því hún á það til að sturta úr öllum kössum þegar sá gállinn er á henni.  Áður en við settum barnalæsingu á fataskápinn gerði hún oftast það sama við allar hillurnar, gjörsamlega tæmdi þær og skreið svo sjálf upp í hilluna, nokkuð sem okkur fannst þokkalega hrollvekjandi.  En næsta mál á dagskrá inni hjá henni er einmitt að laga til í skápnum og flokka svo það sé vinnandi vegur að finna fötin hennar þegar á þarf að halda.

Eiginmaðurinn kallar mig veðurperra því mér finnst gaman að öllu veðrinu sem nú gengur yfir.  Ég hef reyndar alltaf verið áhugasöm um veður og af því að stúdera himininn og það er sérstaklega skemmtilegt núna þegar alvöru vetrarveður gengur yfir.  Svo erum við auðvitað í stúkusæti svona hátt uppi yfir höfuðborgarsvæðinu og maður getur séð éljabakkana koma skríðandi yfir.  Það skal viðurkennt að það er erfiðara að komast á milli staða, ekki síst fyrir manneskju eins og mig sem treystir talsvert á tvo jafnfljóta til að komast leiðar sinnar.  En þetta hefur þó þá kosti að maður fær afbragðslærvöðva á því að vaða í gegnum snjóskaflana.  Það fór ca. vika í vægar harðsperrur fyrstu vikuna sem var svona mikill snjór en það er að baki. Enda er ég gefin fyrir að troðast frekar í gegnum skaflana, yfir holt og hæðir frekar en að fara eftir huggulegum göngustígum sem eru þrisvar sinnum lengri.  Ég verð víst seint fullorðin!

En nú er víst orðið tímabært að stugga aðeins við letidýrinu í sjálfum sér!

Góða helgi!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hamingjuóskir til afmaelisprinsessunnar hédan frá letidýrum og pestargemsum í

brúnbjarnalandi !

rannveig (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 18:58

2 identicon

Innilegar hamingjuóskir frá okkur norðanmönnum til Huldu litlu Ólafíu og við vonum að hún eigi góðan veisludag með öllu genginu sínu.

Varðandi veður þá liggur við að það séu næstum því enginn veður hér í Eyjafirðinum. Smárok fram í firði á föstudaginn en hér á Akureyri rétt gustaði um trén okkar. En veturinn er ekki úti enn! Við liggjum þó í híði, lesum, horfum á glæpaþætti í bunkum og borðum góðan mat. Alltaf góðir þessi dimmu mánuði. Eini gallinn er að þessar stóru lægðir kalla fram stór gigtarköst hjá frúnni, en þau lagast þegar hæðirnar færast yfir.

Auður og Helgi (IP-tala skráð) 10.2.2008 kl. 13:13

3 Smámynd: Þórdís Guðmundsdóttir

Þökkum góðar óskir frá Finnlandi og Norðurlandi!  Hulda er búin að gleðja pabba sinn í dag með því að syngja fyrir hann "We will rock you" og hampa Queen diskum á meðan. Hún vill ekki ræða mikið afmælishald en kveðst þó vera fimm ára ef á hana er gengið!

Þórdís Guðmundsdóttir, 10.2.2008 kl. 14:36

4 identicon

Innilega til hamingju með fimm ára frænkuna, það væri nú kanski skemmtilegt einhverntíman að fá að sá myndir af prinsessunni. Annars er ég sko alveg sammála þér með þessar hirslur úr IKEA, við fengum svona hillur í herbergið hennar Birtu og allt í einu fór maður að sjá í gólfið...

 Bestu afmæliskveðjur frá baununum í góða veðrinu..

Kristín og Siggi (IP-tala skráð) 10.2.2008 kl. 15:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórdís Guðmundsdóttir
Þórdís Guðmundsdóttir
Áráttukrotari og úthverfabúi

Færsluflokkar

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nota bene

Veður

Click for Reykjavik, Iceland Forecast

Nýjustu myndir

  • orchid-07
  • Svo þetta
  • Fyrst kom þetta

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband