Dálítið þreytt

Mitt helsta áhugamál þessa dagana er að sofa.  Ekki þó svo að skilja að ég nái að sinna því eins og ég vildi.  Valgerður fer í vinnuna á morgnana, kallinn með og hver haldið þið að sjái um að vekja þau?  Við Hulda erum búnar að vera saman í meira en viku, það stóð til að hún færi í leikskólann á fimmtudaginn en vaknaði með augun samanklístruð og þótti ekki eiga erindi í leikskólann.  En hún kom með mér í vinnuna og át ömmusnúða, hrekkti Hörð inni í stúdíói og horfði á teiknimyndir.  En hún er orðin dálítið þreytt á rútínuskortinum og saknar leikskólans.  Þetta sýnir hún okkur með því að vera sérlega uppátektarsöm, stríðin og á köflum, í slagsmálum við systur sína.  Satt best að segja verð ég guðslifandi fegin þegar leikskólinn byrjar aftur! Og ég er vægast sagt uppgefin eftir þessa daga.

Annars er síðasti dagur ársins framundan, hátíðahöld plönuð og freyðivínsbolla sem við Guðrún erum búnar að plotta.  Ég sendi ykkur öllum hugheilar áramótakveðjur og vona að þið hafið það sem allra best á nýja árinu.

Kveðja,

Þórdís


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórdís Guðmundsdóttir
Þórdís Guðmundsdóttir
Áráttukrotari og úthverfabúi

Færsluflokkar

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 22231

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nota bene

Veður

Click for Reykjavik, Iceland Forecast

Nýjustu myndir

  • orchid-07
  • Svo þetta
  • Fyrst kom þetta

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband