Stórkostlegur áfangi.

Það urðu þvílíkar framfarir í gærkvöldi að það bara verður að blogga um það.  Það hefur alltaf verið erfitt að klippa táneglur á ungu dömunni og oftast þurft að gerast í svefni eða þá að öll fjölskyldan hefur sameinast um verkið við mikinn grát og gnístran tanna.  Hulda var reyndar búin að gefa út þá yfirlýsingu fyrir nokkrum vikum að neglurnar skyldi mála og ekki klippa.  Í gær datt mér í hug að bjóða nýja aðferð:  Mæta með naglalakksglasið og naglaklippurnar og kynna málið þannig að fyrst yrði klippt, svo yrði málað.  Viti menn!  Stúlkan réttir fram fótinn orðalaust og neglur voru klipptar.  Henni fannst þetta greinlega óþægilegt en lét sig hafa það og eftir á kom stóra systir og lakkaði neglurnar huggulega fölbleikar.  Það hefur örugglega hjálpað til að Þórhldur og Guðrún voru hjá okkur og hún hefur verið ákveðin í að standa sig fyrir framan þær.  En, þetta gekk alveg stórkostlega og daman fékk gríðarlegt hrós fyrir frammistöðuna og Guðrún tók mynd af fínu tánum hennar. 

Áðan fór ég svo með Huldu í talþjálfun og hún stendur sig gríðarlega vel þar og tekur miklum framförum.  Dugleg stelpa!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórdís Guðmundsdóttir
Þórdís Guðmundsdóttir
Áráttukrotari og úthverfabúi

Færsluflokkar

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 22231

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nota bene

Veður

Click for Reykjavik, Iceland Forecast

Nýjustu myndir

  • orchid-07
  • Svo þetta
  • Fyrst kom þetta

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband