Too darn hot!

Í það minnsta á efri hæðinni í húsinu mínu.  Kæfandi heitt og takmarkað hvað er hægt að hafa opið út.
Ef maður hefur opið út á svalir og fylgist ekki nægilega vel með er ungfrúin farin að príla uppi á húsgögnum eða situr með lappirnar dinglandi út fyrir svalahandriðið sem er nokkuð sem oss líst illa á.
Og ef það er opið út að aftan og ekki verið að fylgjast með, stingur okkar manneskja af.  Þetta gerði hún um daginn og það var taugastrekkjandi tími sem fór í að leita, allt þar til hún fannst í nágrannagarði hoppandi á trampólíni.
Eiginmaðurinn syngur fagra söngva um girðingar og þess háttar en hann er eins og framsóknarmaður, lofar miklu og efnir lítið!Wink
Í vor var keypt turnvifta og hún gerir eitthvað smá gagn en dugar þó hvergi nærri til þegar sólin pundast inn um suðvesturgluggana og sýður íbúana.  
Blessunarlega er neðri hæðin sæmileg og það hefur aðeins nýst mér því ég hef verið að taka til hér niðri, flokka pappíra og henda, henda, henda.  Og meira að segja ekki búin enn.
En suðurríkjastemningin blífur í bili sýnist mér.



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hulda er greinilega að fíla sig í sumarfríi.  Mér finnst þú ansi góð að þú hafir náð að gera eitthvað heima hjá þér.  Þegar ég var í fríi þá kom ég mér ekki í neitt. Maður á svo erfitt með að halda sig inni í svona góðu veðri og síðan er maður aldrei viss hvað maður á að gera að sér úti.

Þórhildur (IP-tala skráð) 16.7.2007 kl. 23:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórdís Guðmundsdóttir
Þórdís Guðmundsdóttir
Áráttukrotari og úthverfabúi

Færsluflokkar

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 22246

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nota bene

Veður

Click for Reykjavik, Iceland Forecast

Nýjustu myndir

  • orchid-07
  • Svo þetta
  • Fyrst kom þetta

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband