Heillaóskir!

Byrjum á að senda hamingjuóskir til Stefaníu Helgu sem setur upp húfuna í dag eftir fjögurra ára vist í MR.  Ótrúlegt hvað tíminn líður og hvað er stutt síðan lítil stelpa var að segja okkur eftir Mallorca ferð eitt sumarið, að hún hefði fengið sand á tærnar og það hefði verið ískalt í sundlauginni.  Nú er litla stelpan orðin stærri en ég og að fara í Háskólann.  Innilega til lukku fröken Stebbólína og við hlökkum til að sjá þig í kvöld. 

En síðasta sunnudag fórum við að sjá Uriah Heep og Deep Purple spila og það var hrikalega gaman vægast sagt.  Tókum unglinginn með okkur og henni fannst líka feiknafjör.  Ekki oft sem maður sér tvo framúrskarandi tónleika sömu helgi.

Annars höfum við einhvern veginn ekki náð að gera nokkurn skapaðan hlut af viti, það er einhvern veginn soddan kaos og brölt í gangi alla daga.  Enda er heimilið farið að líða fyrir það.  Steininn tók þó úr þegar Hulda Ólafía stóð á stól við eldhúsborðið og sýndi okkur rykið á eldhúsljósinu á fingrinum:  "Sjáðu, sjáðu!  Oj!", og svo lyfti hún fætinum svo við gætum séð undir ilina á sokknum hennar og sagði aftur: "Sjáðu, sjáðu! Oj!"  Dapurlegt en satt.  Ég vona að tími og þrek fjölskyldunnar fari að leyfa vorhreingerningu.

Eða kannski þarf ég barasta að fá mér ræstitækni í vinnu!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórdís Guðmundsdóttir
Þórdís Guðmundsdóttir
Áráttukrotari og úthverfabúi

Færsluflokkar

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nota bene

Veður

Click for Reykjavik, Iceland Forecast

Nýjustu myndir

  • orchid-07
  • Svo þetta
  • Fyrst kom þetta

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband