Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2006

Segjum bara....

Some things in life are bad
They can really make you mad
Other things just make you swear and curse.
When you're chewing on life's gristle
Don't grumble, give a whistle
And this'll help things turn out for the best...

And...always look on the bright side of life...
Always look on the light side of life...

If life seems jolly rotten
There's something you've forgotten
And that's to laugh and smile and dance and sing.
When you're feeling in the dumps
Don't be silly chumps
Just purse your lips and whistle - that's the thing.

And...always look on the bright side of life...
Always look on the light side of life...

For life is quite absurd
And death's the final word
You must always face the curtain with a bow.
Forget about your sin - give the audience a grin
Enjoy it - it's your last chance anyhow.

So always look on the bright side of death
Just before you draw your terminal breath

Life's a piece of shit
When you look at it
Life's a laugh and death's a joke, it's true.
You'll see it's all a show
Keep 'em laughing as you go
Just remember that the last laugh is on you.

And always look on the bright side of life...
Always look on the right side of life...
(Come on guys, cheer up!)
Always look on the bright side of life...
Always look on the bright side of life...
(Worse things happen at sea, you know.)
Always look on the bright side of life...
(I mean - what have you got to lose?)
(You know, you come from nothing - you're going back to nothing.
What have you lost? Nothing!)
Always look on the right side of life...

words and music by Eric Idle


On with the butter! (áfram með smjörið!)

Ég reyndist sannspá með Huldu og þreytuna.  Eftir baðið tók hún móður allra kveldúlfa (sbr. Saddam, mother of all battles), hoppaði í hjónarúminu, lét sig detta á rassinn og söng hástöfum heimatilbúna söngva sem virtust talsvert fjalla um pönnukökur, kisur og aðra hluti sem litlar stúlkur hafa dálæti á.  Eftir að hafa borðað lyst sína af eggjum, skyri og fleiru var ungu konunni tjáð að nú væri kominn tími til að sofa.  Hún bekenndi það, bauð góða nótt og steinsofnaði.  Og svaf rækilega frameftir í dag.  Við hittum í morgun enn eina manneskjuna og hittum aðra eftir hádegi.  Svo er þetta barasta búið með upplýsingaöflun og í fyrramálið kemur niðurstaða.  Ég mun ekki setja hana fram á þessum vígstöðvum, sumt þarf ekki að fara í netdreifingu og sumt þurfum við hreinlega að melta sjálf.  En ég svara símtölum og tölvupósti glaðbeitt fyrir þá sem vilja nánari fréttir.

Jú svei mér þá, ég held að ég verði dálítið fegin þegar eitthvað er komið út úr þessu, þá kemur fótfestan kannski aftur.

En út í aðra sálma...klént sumar ekki satt?  Júlí kominn og allt blautt og grátt.  Mér finnst að það mætti alveg fara að skrúfa frá sólskininu, fá sér meira gas á grillið og taka lífinu með smá ró.  Ótrúlega stutt reyndar þangað til ágúst kemur og fer að kólna.  Ég er svo einföld sál, ofurseld neysluhyggjunni að ég hlakka alltaf til þegar ágúst kemur og IKEA bæklingurinn kemur.  Og núna verður gleðin tvöföld því IKEA fer að opna hér rétt hjá, í Garðabæ, svo ég skal bara sjá um að vera þar.  Neiii, ég er nú víst aðeins að ýkja þetta en engu að síður þá táknar ágúst dálítið fyrir mig að aksjónið er að byrja aftur og skrítin sem ég er, þá er það ekki slæmt.  Ég ætlaði reyndar að vera búin að gera svo miklu, miklu meira í sumar svosem að ganga frá planinu hér fyrir framan, girða bakgarðinn og fleira en hlutirnir hafa náttúrlega raðast aðeins öðruvísi en maður ætlaði.  En, sumarið er ekki búið enn, ég er búin að teikna upp framgarðinn og er jafnvel að spá í að fara afla tilboða í efni og undirvinnu.  Sko, nú er ég búin að segja þetta og þá er ég að auka líkurnar marktækt á að þetta verði framkvæmt.  Er það ekki annars?


Annar dagur....

...á Greiningarstöðinni.

Þetta er búinn að vera dálítið strembinn dagur hjá Huldu litlu sem aftur hitti þrjá mismunandi aðila og var prófuð í bak og fyrir.  Hennar partur var þó búinn um hádegi og við vorum í viðtali eftir hádegi að segja frá því hvernig ungfrúin hagaði sér heimafyrir og hvaða takta hún sýndi prívat.  Það var ágætt að hafa séns á að koma því á framfæri.  Stressið er nú þó nokkuð minna en í gær en ég er samt enn að vakna á ókristilegum tímum og eiga í erfiðleikum með að sofna.  Það er það sem gefur sig fyrst þegar ég stressuð, svefninn.  Af hverju í skrattanum getur maður ekki misst matarlystina og orðið svona föl og interesting?  Jæja, hver hefur sinn djöful að draga, ekki satt?

Hulda er orðin svolítið lúin eftir að vera vakin snemma og að standa í þessu þvargi svo nú er á dagskrá að baða stúlkuna og gefa henni kvöldmat svo hún haldist vakandi fram að hæfilegum svefntíma.

Ég býst ekki við að hún verði útskrifuð með "OK" stimpilinn á rassinum eftir þessa lotu, líklega verður stimpillinn eitthvað sem manni líkar ekki jafnvel.  En það á víst að horfa á björtu hliðarnar og bjarta hliðin er sú að eftir þetta er vafalaust hægt að fá betri og hnitmiðaðri aðstoð.  Annars hefur Hulda tekið stórstígum framförum í tali núna í fríinu og segir ný orð á hverjum degi.  Framburðurinn er kannski ekki eins skýr og hjá enskum Shakespeare leikara en Hulda kemst þó í talþjálfun upp úr miðjum ágúst. 

Ég ímynda mér samt að það verði ákveðinn léttir að vera búin að þessu af því þetta hefur verið hangandi yfir hausamótunum á okkur frá því í lok september.  Vont fyrst, betra svo.

Vonum það.


Dagur eitt. Punktur.

Kæri Jólasveinn.

Fórum á Greiningarstöðina í dag hvar Hulda var mæld og potuð og fékk að leika sér að fullt af nýju og spennandi dóti.  Henni gekk misvel í prófum en fer aftur á morgun og hittir að mestu leyti sama fólk.  Góðu fréttirnar eru þær að henni virðist líka þokkalega við fólkið sem er að prófa hana nema hvað hún var ekkert sérstaklega hrifin af þjónustunni hjá lækninum.

Slæmu fréttirnar eru þær að ég er nátturlega svo stressuð ennþá að að ég sef lítið og er alltaf illt í maganum.  Svo er ég búin að komast að því að ef maður þarf að fá útrás fyrir spennu setur maður barasta Sibelius í græjurnar inni í eldhúsi, tekur til og snöktir soldið í takt við SibbaGráta.  Engar áhyggjur, þetta er ekki svona harmrænt, bara smá spennufall.

En í gær skruppum við í Elko og keyptum DVD tæki fyrir litla sjónvarpið fyrir s**t og kanel.  Ég kom með kanelinn, Siggi sá um restina.  Glottandi  En í alvöru talað, hræódýr græja frá Philips, spilar allt sem mér gæti dottið í hug (líka DivX) og pínulítil.  Var að gera hana fjölkerfa áðan og það var svo einfalt að það er fáránlegt.  Huldu þykir mikill lúxus að fá að vera inni í okkar herbergi og horfa á Tomma og Jenna og við fáum loksins að horfa á fullorðinssjónvarp frammi.

Jæja vinir og vandamenn, ég tékka mig inn á morgun með harmogbarmsögur morgundagsins.  Eða kannski verðum við barasta í banastuði.

Keep a stiff upper lipp (Botox hjálpar víst mikið í þeim tilfellum!)


Stuttar fréttir...

... kisi er allur að hressast og koma til en við erum öll að stressast af því að á morgun er fyrsti dagur með Huldu á Greiningarstöðinni (Græningjastöðinni, takk Hörður!)  Helgin hefur liðið í rólegheitum og rigningu en hugsið vel til okkar á mánudagsmorgun kl. 9:00.

Öppdeit in 24 hours!!

Frú Stressuð!


Kisuhremmingar

Hann kisi okkar var ekki mjög lukkulegur í gær.  Fyrst eyddum við Valgerður löngum tíma í að leita að honum út um allt hús og fundum hann eftir langa mæðu liggjandi í dúkkurúmi inni í geymslu.  Svo sáum við að það voru blóðblettir í stiganum og þá var kisi tekinn og grandskoðaður.  Það kom í ljós að kló á hægra afturfæti var löskuð og eftir samráð við kattaexpertinn í fjölskyldunni (Auði) var tekin sú ákvörðun að skjótast á Dýraspítalann að láta athuga lösnu loppuna.  Bjössi kattavinur var dræver og ég sat ásamt kisa (sem var í búri) í aftursætinu.  Ekki leist honum vel á ferðalagið enda hef ég svosem aldrei þekkt kött sem var lukkulegur með bílferðir.

Á Dýraspítalanum tók dýralæknirinn Hrund á móti okkur og skoðaði kisa sem var ljúfur sem lamb þótt ekki væri beinlínis verið að gera skemmtilega hluti við hann.  Líklega hefur hann fest klóna í einhverju í ferðum sínum, við bara vitum ekki hverju.  Svo var hann deyfður og sofnaði eiginlega á meðan skemmda klóin var snyrt, brennt fyrir svo hætti að blæða og búið um fótinn.  Svo fékk hann pensillínsprautu og var örmerktur í leiðinni.  Þetta er orðið svo þróað, hætt að tattóvera númer í eyrun á köttum heldur er pínulítill örflögu rennt undir skinnið á bakinu og svo er hægt að skanna kisa eins og ostbita í Bónus.  Talsvert fljótlegra og örugglega þægilegra en að fá sér tattú.

Þegar heim var komið fékk kisi að liggja og var ekki til stórræðanna í nokkra klukkutíma.  Hulda vildi kanna hvað væri í gangi með hann og þegar henni var sagt að hann væri lasinn þótti henni við hæfi að leggja sundbol hjá honum, væntanlega til að gleðja hann.  Seinna um kvöldið þegar hann var kominn á ról en doldið valtur á fótunum kom Hulda til hans og vildi leika.  Þau hafa nefnilega einn leik saman sem er að skrattast um með laufblöðin af drekatrénu.  Kötturinn var augljóslega ekki í ástandi til að leika og ég útskýrði fyrir Huldu að kisa væri með meiddi, hefði farið til læknis að láta laga það og væri lasinn núna.  Hún fór þá að klappa kisa en til þess að hún gerði það nógu varlega þá hélt hún um höndina á sjálfri sér á meðan hún klappaði, líkt og var gert við hana þegar var verið að kenna henni að klappa fyrst.  En þegar leið á kvöldið og kisi fór að hressast þá losaði hann sig við umbúðirnar í hvelli, held svei mér þá að hann hafi hrist þær af loppunni og virðist bara merkilega brattur eftir hremmingarnar.  Dýralæknirinn var reyndar búin að segja að það væri ekki stórmál þó hann losaði sig við umbúðirnar og kannski eins gott því kötturinn var búin að bleyta upp í þeim í vatnsdallinum og við hefðum þurft að fjarlægja þær hvort eð er.  En, hann verður inni í nokkra daga og er nú bara búinn að vera miklu kátari í dag heldur en í gær.

Við hins vegar ákváðum að borða bara heima svo við gætum fylgst með sjúklingnum.  Borðuðum alveg ágætar nautalundir frá Hagkaup og drukkum Chateau Coucheroy með.  Svo höfðum við Créme Brulée á eftir og horfðum á Chaplin með dætrunum.  Alls ekki slæmt að hafa kvöldið svona og við förum bara út að borða seinna í rólegheitunum.

Í dag hins vegar erum við kvensurnar búnar að þvælast aðeins í Smáralind eftir hádegismatinn hjá ömmu Lóu og fórum svo heim þegar Hulda var farin að vera erfið og leiðinleg.  Það eru víst takmörk fyrir því hvað hún þolir að vera lengi í innkaupaparadísinni. 

Eigið góða helgi.


« Fyrri síða

Höfundur

Þórdís Guðmundsdóttir
Þórdís Guðmundsdóttir
Áráttukrotari og úthverfabúi

Færsluflokkar

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nota bene

Veður

Click for Reykjavik, Iceland Forecast

Nýjustu myndir

  • orchid-07
  • Svo þetta
  • Fyrst kom þetta

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband