Shaken but not stirred!

Jæja, það þurfti víst heilan Suðurlandsskjálfta til að hrista bloggletina af mér. 

Við Valgerður vorum staddar í vinnunni hjá mér og sátum inn í eldhúsi ásamt flestum af vinnufélögum mínum.  Fyrst hélt maður að það væri enn einu sinni verið að sprengja út við Höfðatorg en þegar þetta hélt áfram minnir mig að ég hafi sagt "Út" og allir drifu sig út.  Þokkalegur hristingur og ekki góðar fréttir sem berast af Selfossi.  Í Kópavoginum var allt með kyrrum kjörum, kötturinn pollrólegur og ekkert sem hefur fært sig úr stað.  Svo er bara spurning hvenær eftirskjálftinn mætir á svæðið.  Ég er í það minnsta búin að tína rauðvínsglösin úr grindunum fyrir ofan eldhúsborðið til að minnka líkur á að þau hristist laus og rigni yfir eldhúsið.  En þetta er náttúrlega ekki neitt til að tala um miðað við hvernig ástandið er á Suðurlandinu. 

Annars er allt meinhægt hjá okkur fyrir utan hristinginn.  Við höfum verið að skipuleggja bakgarðinn aðeins betur og erum búin að hugsa hann svoleiðis að ekki þarf að kalla til stórvirkar vinnuvélar til að framkvæma hugmyndirnar.  Hins vegar er full þörf á því sem heitir á útlensku "Elbow grease", semsagt þetta verður hörkupúl og mokstur.  Einhverjar hugmyndir eru um að steypa loksins fyrir pallastoðum í næstu viku, vona að það gangi eftir.

Annars, farið þið vel með ykkur, og þið á suðvesturhorninu, farið varlega og hugið að jarðskjálftavörnunum fyrir næstu atrennu!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Gott að það fór ekki ver.

PS
Dálítið sérstakt að þú eigir vinkonu sem heitir Valgerður...
Þegar ég var unglingur, átti ég þrjár vinkonur á Selfossi sem heita Þórdís, Valgerður og Eyrún.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 30.5.2008 kl. 06:22

2 Smámynd: Þórdís Guðmundsdóttir

Valgerður er eldri dóttir mín!  En hún er líka vinkona mín

Þórdís Guðmundsdóttir, 30.5.2008 kl. 10:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórdís Guðmundsdóttir
Þórdís Guðmundsdóttir
Áráttukrotari og úthverfabúi

Færsluflokkar

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nota bene

Veður

Click for Reykjavik, Iceland Forecast

Nýjustu myndir

  • orchid-07
  • Svo þetta
  • Fyrst kom þetta

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband