Seinni hluti - Flórens - Firenze

Hér kemur seinni partur af ferðabloggi.  Seinni parturinn snýst því sem næst eingöngu um Flórens og kannski heppilegra að birta myndir en að láta dæluna ganga.  En við komum til Flórens með lest, síðdegis á sunnudegi og drottinn minn dýri hvað það er gott að sofa í lest.  Sérstaklega ef maður vaknaði klukkan hálfsex í Como.  En að fara í gegnum Toscana hérað var dálítið eins og að fara í gegnum ævintýraland númer tvö (eftir Como það er að segja). Við stauluðumst út úr lestinni og versluðum okkur miða í strætó og fórum svo með fullhlöðnum strætó yfir Arno ána í hverfið sem hótelið okkar er í.  Það hótel heitir Hotel Silla og hverfið heitir  Oltrarno ( hinum megin við Arno), nánar tiltekið San Niccolo.  Hótelið er fyrrverandi nunnuklaustur og telst vera þriggja stjörnu en miðað við þá dúndurgóðu þjónustu sem við fengum var upplifunin nær því að vera á fimm stjörnu hóteli.  Starfsfólkið var boðið og búið að hjálpa okkur, var ávallt elskulegt, pantaði fyrir okkur pláss inn á ofursöfn borgarinnar og var almennt frábært.  Án þess að taka aukakrónu fyrir liðlegheitin.  Þannig að við mælum óhrædd með Hotel Silla og við munum nota það ótvírætt aftur ÞEGAR við komum aftur til Flórens

Annars er stóra málið héðan í frá að láta myndirnar tala:

Ponte Vecchio

Ponte Vecchio= Gamla brúin.  Þarna voru upphaflega slátrarar og sútarar en þeim var fleygt út á milli 1300 og 1400 vegna ólyktar og óþrifnaðar.  Þá tóku við gullsmiðir sem eru þarna enn þann dag í dag.  Og verðin eru þannig að maður verður feiminn að horfa í gluggana.  En hlutirnir að sama skapi undurfallegir.

Uffizi safnið

Uffizi- Skrifstofubyggingin (Ufficio-Office) - þar sem heimsgersemarnar eru í stríðum straumum.

Nice parking!

Nánar aðferðir til að leggja bílum (Smart bíll og ónefndur þriggja hjóla bíll, rétt hjá hótelinu okkar í San Niccolo.)

Steinkista Michelangelos

Í kistunni liggur Michelangelo, kallinn, bara höfundur mestu meistaraverka sem mannkynið hefur búið til!  Þetta er tekið í Santa Croce kirkjunni sem við slysuðumst inn í eftir að hafa eytt góðum tíma í ítalska póstþjóna og að ná yfir samskiptagjánna sem liggja á milli íslensku og ítölsku (enska, franska og ansans hórerís ítalska voru notuð in the process!).  Virkaði að lokum og póstfólkið má eiga það að það hjálpaði okkur af stökum hetjukskap alla leið þrátt fyrir tungumálaörðugleika!

Perseifur

Hér er stytta eftir Cellini sem sýnir Perseif þegar hann er nýbúin að slátra Medúsu. 

Júdit og Hólófernes

Hér höfum við Júdit og Hólófernes.  Veit ekki hvort það er til að hafa áhyggjur af en ég fíla vel hálshöggvimyndirnar.  Ekki nema það sé gyðingablóðið sem hoppar svona ákaft við þessa sýn?  En sennilega er skýringin frekar sú að myndin er sterk og sagan er sterk.

 

Davíð kallinn

Og hér er Davíð, skapaður af Michelangelo.

 

Pisa

Og þegar við fórum frá Ítalíu, gegnum Pisa flugvöll, blasti við okkur hinn lafandi turn í Pisa, alveg óvart.

En það er ekki hægt að gera þessari heimsókn almennileg skil á blogginu sínu.  En það er líka því sem næst vonlaust að ætla sér að gera Flórens skil í þessari stuttu heimsókn okkar og ef við eiginmaðurinn (bæði búin að læra myndlist/listasögu/listaheimspeki) hefðum ætlað að meðtaka allt sem Flórens býður hefði líklega þurft að flytja okkur bæði burt í sjúkraflugi á blæðandi stúfunum því allt sem er í boði þarna er ómissandi í veraldar og listasögunni og það er líklega margra mánaða og ára verk að ætla sér að komast yfir þetta allt saman.  En við fengum yndislegar móttökur og ætlum örugglega að mæta aftur (og aftur og aftur) til að njóta alls þessa sem þessi fallega borg hefur upp á að bjóða.  Og ef einhver þarf frekari upplýsingar/ljósmyndir þá er ykkur velkomið að hafa samband.  Þetta er fjársjóður sem allir þurfa að njóta!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dísa Dóra

Ég hef einu sinni komið til Ítalíu fyrir rúmlega 20 árum síðan og meðal annars aðeins kíkt til Flórens.  Á örugglega eftir að fara aftur enda Ítalía alveg dásamlega fallegt land fullt af sögu og menningu.

Dísa Dóra, 12.5.2008 kl. 13:17

2 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég hef einu sinni verið á Ítalíu... eða næstum því. Ég var á Sardiníu.

Skemmtilegt að lesa þessa ferðasögur.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 12.5.2008 kl. 16:19

3 Smámynd: Loopman

Hverskonar perversjón er þetta að vera með allar styttur naktar. Meira að segja litlu englastytturnar og myndirnar eru naktar líka. Voru miðaldar myundhöggvarar þjakaðir að girnd...?

Góður pistill annars. Fróðlegt

Loopman, 19.5.2008 kl. 01:23

4 Smámynd: Þórdís Guðmundsdóttir

Veit ekki með Cellini en Michelangelo var samkynhneigður og frekar gefin fyrir að búa til naktar karlmannsstyttur.  Einu konumyndir/styttur sem ég man eftir eftir hann eru af Maríu Mey og hún er alltaf í fjötum.

Takk fyrir innlitið.

Þórdís Guðmundsdóttir, 19.5.2008 kl. 11:10

5 Smámynd: Þórdís Guðmundsdóttir

"fötum" átti þetta að vera víst!

Þórdís Guðmundsdóttir, 19.5.2008 kl. 11:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórdís Guðmundsdóttir
Þórdís Guðmundsdóttir
Áráttukrotari og úthverfabúi

Færsluflokkar

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nota bene

Veður

Click for Reykjavik, Iceland Forecast

Nýjustu myndir

  • orchid-07
  • Svo þetta
  • Fyrst kom þetta

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband