Alls konar afmæli

Hér er bara nokkuð þægilegur laugardagur að fara í gang.  Við vöknuðum í fyrri kantinum og héngum að sjálfsögðu dálítið á náttfötunum fyrir framan sjónvarpið.  Svo tók við byrjun á hreingerningu sem verður lokið við eftir hádegið.  Hádegismatur á Víðivöllum og svo langar mig að kíkja í augnablik í Vesturbæinn og í Hagaskóla sem heldur upp á 50 ára afmælið sitt í dag.  Það var náttúrlega minn skóli og einhver nostalgía tók sig upp.  En þegar Landakotsskóli var með álíka afmælishátíð um árið langaði mig ekki að fara og gerði það ekki.

Svo er náttúrlega 100 ára afmæli í Hafnarfirði og óskum við Göflurunum hjartanlega til hamingju með það.  En ekki veit ég hvort ég leggi leið mína þangað, það verður að koma í ljós.  Annars ætla Gaflararnir að kíkja hingað í kvöld og borða hjá okkur, spurning hvað verður svo gert?Whistling

Hulda sat í gær og horfði á fréttirnar með mér þar sem var verið að sýna myndir frá Suðurlandsskjálftanum.  Hún tjáði mér að tröll hefði verið að hrista þarna og núna væri það búið.  Bara fyndið, en ég var að spá í hvort þetta hafi verið til umræðu á leikskólanum og það vantaði hugtak inn í þetta sem hún kann ekki ennþá: "eins og".  Annars eru merkileg orð sem heyrast og ég vissi ekki að konan kynni.  Núna á meðan ég var að skrifa sat Hulda í sófanum og borðaði múmínálfakex.  Svo heyrist í henni: "Ummm!  Þetta bragðgott!"

Annars drifum við familían okkur og kíktum á búðirnar sem var verið að opna niður í Skógarlind.  Svaka flott Krónubúðin og þar sem þetta er næsta lágvöruverslunin þá er þetta líklega staðurinn þar sem vikuinnkaupin verða gerð.  Við kíktum inn í Elko og Hulda fékk að versla Dalmatíuhundana á DVD.  Við eigum þá á VHS á ensku en markmiðið er náttúrlega að styðja stúlkuna í íslenskunni þannig að þetta er hið besta mál!

En, farin í hádegismatinn, eigið góða helgi!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórdís Guðmundsdóttir
Þórdís Guðmundsdóttir
Áráttukrotari og úthverfabúi

Færsluflokkar

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nota bene

Veður

Click for Reykjavik, Iceland Forecast

Nýjustu myndir

  • orchid-07
  • Svo þetta
  • Fyrst kom þetta

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband