Í kvöld er ég alveg gáttuð. Og jafnvel meira en hneyksluð. Því úrslit prófkjörs Samfylkingarinnar hér í Suðvesturkjördæmi eru alveg með ólíkindum. Samfylkingarmenn hafa semsagt ákveðið að Katrín Júlíusdóttir og Þórunn Sveinbjarnardóttir hafi minna fram að færa en Gunnar Svavarsson. Með fullri virðingu fyrir þeim karli. en þá hafði ég ekki heyrt á hann minnst fyrr en í prófkjörsundirbúningnum sem fór fram undanfarna daga. En þessar tvær sem lentu "undir" kallinum eru búnar að vera starfandi af fullri einurð og heldur sýnilegri en þessi náungi. Og þetta kemur vel á vondan þegar formaðurinn er búinn að vera að andskotast út í alla aðra flokka en sinn eigin fyrir slakan árangur í að kjósa kvenmenn sér í forsvari. This makes me bloody furious. Og það er sennilega merkilegast fyrir þær sakir að ég er flokksbundin Sjálfstæðiskona frá því í fyrravor en það kemur samt ekki í veg fyrir að ég þekki góðar gáfur, einurð og fylgni við málstaðin þrátt fyrir andstæðar skoðanir í pólitík. Eins og eiginmaðurinn segir (sem er miklu helblárri en ég!), mér finnst þetta viðbjóður. Skamm! Þið getið gert svo miklu betur. Skamm skamm!
Flokkur: Bloggar | 4.11.2006 | 22:33 (breytt kl. 22:37) | Facebook
Eldri færslur
- Febrúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Nóv. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Ýmislegt áhugavert
- Auður AkureyrarAuður
- Birta og Helgi Danmerkurgengið
- Guðrún Björk Garún, Garún
- Hulda Katrín Eldri krullhausinn
- Valgerður Dóttirin
- Guðrún Mary Seltjarnarnesdaman
- Björninn Bjössi bekkjarbróðir
- Hörður Myndasmiður Myndirnar hans Harðar
- Vinnan Mitt daglega starf
- Drawn Krotarablogg
- Cartoon Brew Hreyfimyndablogg
- Autism Diva Donna Williams
- IllustrationMundo Krotarar alheimsins
Myndaalbúm
Bloggvinir
Af mbl.is
Innlent
- Tíðindi í nýrri könnun: Framsókn út af þingi
- Stal nokkur hundruð kílóum af kjötvörum
- Spursmál: Samfylkingin lækkar flugið
- Blanda íbúða, þjónustu og verslana
- Höfum sloppið bærilega með skaða af þessu gosi
- Ekki alltaf sammála Svandísi
- 17% ánægð með störf Einars
- Líklegt að farið verði af neyðarstigi í dag
Athugasemdir
Sammála, sammála, sammála! Skil ekkert í þessum Gunnari og sé ekki betur er Hafnarfjarðarmaskínan sé að fylkja sér bak við hann. Allir spilltustu plebbar hjá krötunum í Hafnarfirði. Þessi umræðustjórnmál henna Sollu skila engu og síst af öllu styrk til kvennanna í apparatinu. Ef þið haldið að unnið sé af heilindum á kratabænum í Hafnarfirði, þá skuluð skoða málið betur. Þeir telja sig bara þurfa að segja það sem fellur vel í pöbulinn á hverjum tíma. Skítt með að trúa á það sem maður segir. Maður segir nú bara eins og Danir vinir okkar: "Fy for fanden".
Auður stóra systir (IP-tala skráð) 6.11.2006 kl. 00:28
Heyr, heyr stóra systir! Ég var svona að spá í hvort ég ætti að láta reiðilesturinn standa en ákvað að hann væri ágætur eins og hann er. Ég er enn á sömu skoðun!
Þórdís Guðmundsdóttir, 6.11.2006 kl. 01:07
Þú getur kosið pésa frænda næstu helgi,,hann er óttaleg kerling! Mér finnst nú að hann ætti að koma með körfu fulla af möffins til þess að sleikja upp atkvæði hjá þér,,því að það getur eiginlega engin í ættinni kosið í SV kjördæmi!
Hulda Katrín (IP-tala skráð) 7.11.2006 kl. 12:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.