Hollerasserí (datt engin fyrirsögn í hug)

Margt hefur á daga oss drifið frá því síðast...

Missti reyndar af heljarinnar reunion partýi hjá Hagaskólafólkinu en framkvæmdamaðurinn Björn Friðgeir hefur sett saman póstlista fyrir fólkið og ber að hrósa honum í hástert fyrir það.  Hér kemur það: HÁSTERTUR!!  Mæti næst, ekki spurning.

En þá helgina skruppum við smáfjölskyldan upp í Biskupstungur og vorum í sumarbústað.  Nauðsynlegt eftir annasamt haust.  Og við gátum gert allt sem við ætluðum að gera sem var: sofa, hanga í pottinum, borða góðan mat, drekka oggulítið af rauðvíni, hlusta á góða tónlist, horfa á velvaldar myndir, fara í góðan göngutúr, prjóna, hanga meira í pottinum og í tilfelli Huldu Ólafíu, leika sér að nýju legókubbunum sínum.  Huldu fannst reyndar afar merkilegt að fylgjast með þegar sokkar voru prjónaðir.  Göldrum líkast að breyta einhverjum spotta í snotra bleika ullarsokka sem pössuðu svo á hana sjálfa!

Á þriðjudaginn átti svo heiðurskonan hún tengdamóðir mín áttræðisafmæli og við skruppum upp á Víðivelli með fangið fullt af rósum til hennar.  Gat nú verið að hún ætti afmæli á Hrekkjavökunni! Einnig tókum við þátt í að gefa henni forláta hægindastól og Hulda var afskaplega dugleg að hjálpa til við að bera hann inn.  Verst var þó að þegar var búið að setja stólinn upp vildi Hulda sitja í honum, fikta í sveifinni sem setur upp fótskemilinn og hundskammaði hvern þann sem reyndi að taka stólinn af henni.  Amma fékk þó aðeins að prófa, með semingi þó!

Keyptum borðstofuborð og stóla notaða á miðvikudaginn.  Tekk og líklega smíðað um eða uppúr 1960.  Ég slysaðist nefnilega til að skoða smáauglýsingarnar á Moggavefnum og fann þetta þar.  Kúnstugt, því ég skoða þær svo til aldrei.  Borð sem er stækkanlegt, gæti passað við stólana mína og reyndar vantar alltaf stóla þegar stórfjölskyldurnar hittast.  Við þurfum aðeins að pússa og fínisera þetta en þetta eru fallegir gripir.   Ekki skemmir að núna fæ ég hitt borðið niður og get notað það sem vinnuborð sem var víst alltaf upphaflega meiningin. 

 Víst þarf ég að útvega mér skjalaskáp líka.  Sé það núna þegar ég horfi á köttinn leggja sig í miðri hrúgunni!

Í vinnunni er jólavertíðin hafin.  Ótrúlegar annir og maður er eiginlega útbrunnin á milli tvö og þrjú um daginn.  Svo kemur maður heim, missir meðvitund á sófanum nema hvað yngri dóttirin kemur reglulega, hristir mann og segir: "Vakna, vakna, komdu!"  Í fyrra fékk ég magabólgu fyrir jólin af stressi og kaffiþambi.  Kaffidrykkjan er reyndar því sem næst horfin núna þegar ég nota ekki lengur mjólk svo kannski ætti maður bara að panta valíum hjá heimilislækninum og vera í rólyndisrússi í jólaösinni!Shocking   Nei, ætli það....

Ég ætlaði að fara að tjá mig um önnur og alvarlegri málefni hér núna en nenni því ekki í bili.  Set kannski upp gáfumannasvipinn  næst.  Haha, sénsinn!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ ég verð nú að fara að kíkja í heimsókn og skoða borðstofusettið. Mjög spennandi. Verst að þeir eru ekki lengur með svona flóamarkað í útvarpinu, það væri hægt að detta niður á alls kyns dót. Var ekki hluti af dánarbúinu hennar Helgu langömmu selt í útvarpsþætti eða eitthvað álíka forðum daga?

Kveðja,

Guðrún Björk 

Garún (IP-tala skráð) 3.11.2006 kl. 23:18

2 Smámynd: Þórdís Guðmundsdóttir

Jú, það var einhver svoleiðis markaður.

Settið er reyndar í vinnunni hjá Sigga því við ætlum að gera það upp þar.  Ekki sniðugt að vera að dreifa meira ryki hér en orðið er.  Svo segja smiðirnir í fjölskyldunni að ryk og spónn af tekkvið hafi laxerandi áhrif!

Sel það ekki dýrara en ég keypti það.  En ég vona að við höfum tíma í næstu viku til að skjótast og beita sandpappírnum og olíutuskunni.

Þórdís Guðmundsdóttir, 4.11.2006 kl. 00:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórdís Guðmundsdóttir
Þórdís Guðmundsdóttir
Áráttukrotari og úthverfabúi

Færsluflokkar

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 22253

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nota bene

Veður

Click for Reykjavik, Iceland Forecast

Nýjustu myndir

  • orchid-07
  • Svo þetta
  • Fyrst kom þetta

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband