Kem með restina norður!
P.S. Prik fyrir að geta nefnt skvísuna - aukaverðlaun fyrir að nefna bleiku dömuna!
Bloggar | 18.7.2007 | 20:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Ef maður hefur opið út á svalir og fylgist ekki nægilega vel með er ungfrúin farin að príla uppi á húsgögnum eða situr með lappirnar dinglandi út fyrir svalahandriðið sem er nokkuð sem oss líst illa á.
Og ef það er opið út að aftan og ekki verið að fylgjast með, stingur okkar manneskja af. Þetta gerði hún um daginn og það var taugastrekkjandi tími sem fór í að leita, allt þar til hún fannst í nágrannagarði hoppandi á trampólíni.
Eiginmaðurinn syngur fagra söngva um girðingar og þess háttar en hann er eins og framsóknarmaður, lofar miklu og efnir lítið!
Í vor var keypt turnvifta og hún gerir eitthvað smá gagn en dugar þó hvergi nærri til þegar sólin pundast inn um suðvesturgluggana og sýður íbúana.
Blessunarlega er neðri hæðin sæmileg og það hefur aðeins nýst mér því ég hef verið að taka til hér niðri, flokka pappíra og henda, henda, henda. Og meira að segja ekki búin enn.
En suðurríkjastemningin blífur í bili sýnist mér.
Bloggar | 16.7.2007 | 17:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þess ber þó að geta að þau fáu skipti sem ég hef þurft að tala við þetta þjónustuver áður hef ég fengið prýðismóttökur og þá hjálp sem þurfti. En ég er ekki ánægð núna.
Eins og ungir myndlistarnemar áttu til að segja hér fyrr á árum: "Bölvuð ýldufýlup..."
Bloggar | 13.7.2007 | 16:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Smáfjölskyldan fór í Vestfjarðaleiðangur í liðinni viku. Unglingurinn kvaðst þurfa að vinna og fór ekki með en var í góðu sambandi við frænkur, frænda og Securitas svo ekki var hún eftirlitslaus. En skemmst er frá því að segja að ferðin var alveg æðisleg. Ég hafði aldrei komið þarna áður svo ég vissi ekkert við hverju ég átti að búast.
Hulda að vísu lenti í smáhremmingum uppi á Þorskafjarðarheiði því hún varð bílveik í öllum hristingnum og beygjunum og sveigjunum. Stelpuanginn stóð svo hágrátandi úti á sokkabuxunum einum saman, í hífandi roki, í þriggja stiga hita á meðan verið var að flysja gubbuflíkurnar utan af henni. Fyrir einhverja leti og aulaskap hafði ég ekki hirt um að fjarlægja eina flíspeysu úr bílnum þegar við fórum og það bjargaði miklu fyrir ungar stúlkur.
En þegar í bústaðinn var komið væsti ekki um okkar manneskju. Hún er greinilega sveitastelpa í hjarta sínu því henni leið ótrúlega vel í sveitinni og undi sér mjög vel, ekki síst því hún hafði allt liðið í kringum sig til að dekra við sig.
Tókum svo akstur á Ísafjörð þegar sumarbústaðavistinni lauk og gistum svo í Flókalundi eftir að hafa verið étin lifandi af vestfirskum pöddum við Dynjanda. Og eftir að hafa skoðað þá firði sem við náðum að fara er ég farin að skilja frasann "hrikaleg fegurð". Og mikið kom mér á óvart hvað var fallegt á Ísafirði. Ég bjóst við að það væri alveg ágætt þar en það er barasta stórfallegt.
Langur akstur heim á leið og oss verkjaði í allann skrokkinn þegar heim var komið. Einhverjar hugmyndir höfðu verið um að skreppa til Akjureyris en Auður hefur fengið veður af því og stakk sér til Köben á krítískum tímapunkti!
En kannski verður barasta önnur ferð farin í sumar til að heilsa upp á Norðlendingana?
Ég er hins vegar svo sannarlega til í að skreppa aftur vestur og skoða meira í rólegheitunum.
P.S. Frábær búð á Ísafirði sem heitir Orkusteinn. Fer örugglega þangað aftur ef hún er enn starfandi næst þegar ég drattast í heimsókn.
Bloggar | 3.7.2007 | 14:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Sem Kópavogsbúi og daglegur strætónotandi frá sex ár aldri, fagna ég ákaft. Við viljum helst eiga bara einn bíl og þetta hjálpar svo sannarlega til. En ég er ekki eldri borgari né námsmaður svo undirrituð, sem notar strætó árið um kring, féll hingað til ekki í neina afsláttarhópa.
Ég er nefnilega svo heppin að síðan leiðakerfinu var umbylt um árið, gengur strætó beint úr hverfinu mínu og stoppar 150 metra frá vinnunni minni. Alveg ástæðulaust að hafa bíl hreyfingarlausan fyrir utan vinnustaðinn allan daginn. Svo fær maður alltaf kompaní í strætó og getur horft á bílstjórana í prívatbílunum, aleina í bílunum sínum, að bora í nefið!
Duglegur Ármann!
Frítt í strætó fyrir Kópavogsbúa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 14.6.2007 | 15:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Svo tókum ég og bóndinn til í skápum og skúffum í anddyrinu. Þar skiluðu sér tveir ruslapokar, heill svartur poki af yfirhöfnum og heill svartur poki af skóm, hverjir munu fara í Sorpu á morgun. Allt svo þrifið og raðað snyrtilega inn í skápa aftur.
Two down, several to go! Við ætlum nefnilega að fara svona í gegnum allt húsið. Ruslið hefur nebblega fengið að fjölga sér óáreitt í talsvert langan tíma, tala nú ekki um að við vorum meira eða minna hálflömuð síðastliðið eitt og hálft ár.
Cleanliness is next to Holiness!
Bloggar | 2.6.2007 | 22:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Byrjum á að senda hamingjuóskir til Stefaníu Helgu sem setur upp húfuna í dag eftir fjögurra ára vist í MR. Ótrúlegt hvað tíminn líður og hvað er stutt síðan lítil stelpa var að segja okkur eftir Mallorca ferð eitt sumarið, að hún hefði fengið sand á tærnar og það hefði verið ískalt í sundlauginni. Nú er litla stelpan orðin stærri en ég og að fara í Háskólann. Innilega til lukku fröken Stebbólína og við hlökkum til að sjá þig í kvöld.
En síðasta sunnudag fórum við að sjá Uriah Heep og Deep Purple spila og það var hrikalega gaman vægast sagt. Tókum unglinginn með okkur og henni fannst líka feiknafjör. Ekki oft sem maður sér tvo framúrskarandi tónleika sömu helgi.
Annars höfum við einhvern veginn ekki náð að gera nokkurn skapaðan hlut af viti, það er einhvern veginn soddan kaos og brölt í gangi alla daga. Enda er heimilið farið að líða fyrir það. Steininn tók þó úr þegar Hulda Ólafía stóð á stól við eldhúsborðið og sýndi okkur rykið á eldhúsljósinu á fingrinum: "Sjáðu, sjáðu! Oj!", og svo lyfti hún fætinum svo við gætum séð undir ilina á sokknum hennar og sagði aftur: "Sjáðu, sjáðu! Oj!" Dapurlegt en satt. Ég vona að tími og þrek fjölskyldunnar fari að leyfa vorhreingerningu.
Eða kannski þarf ég barasta að fá mér ræstitækni í vinnu!
Bloggar | 1.6.2007 | 12:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þeir tónleikar voru semsagt haldnir í gær á Nasa og svo verða reyndar aðrir í kvöld. Skemmst frá því að segja að þeir voru ótrúlega góðir, héldu manni dáleiddum frá fyrstu nótu til hinnar síðustu. Ekki slegið feilpúst. Brjálæðislega góðir hljóðfæraleikarar. Og ótrúlega góður hljóðmaður sem þeir hafa með sér. Ef eitthvað er laust enn á tónleikana í kvöld, mæli ég með að fólk kíki. Ég keypti einn disk, Tuesday Wonderland en ætla að bæta smátt og smátt í safnið.
Svo er að sjá hvernig gömlu mennirnir í Deep Purple og Uriah Heep standa sig annað kvöld.
Bloggar | 26.5.2007 | 15:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mig langaði til að benda ykkur á snilldarsíðu. Hún er skrifuð af konu að nafni Donna Williams sem er einhverf og er ötul baráttumanneskja fyrir réttindum einhverfra. Hún kallar sjálfa sig The Autism Diva og ég held hún beri það heiti með sóma. Ég datt inn á síðuna hennar fyrst þegar grunur kom upp um að Hulda þyrfti frekari skoðunar við og það var virkilega gott fyrir andann og sálina að lesa það sem konan skrifar. Hún er reyndar sálfræðimenntuð líka svo eitthvað hefur konan til sín máls. Svo myndi ég líka benda ykkur á að kíkja á tenglana á síðunni hennar, þar kennir margra grasa sem eru þess virði að skoða.
Bloggar | 21.5.2007 | 18:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvet ykkur til að kíkja á heimasíðu Nanóveranna (Legoliðið sem V. er í) sem eru að keppa fyrir Íslands hönd í First Lego League. Þau eru búin að blogga nokkuð oft í dag eftir því sem líður á keppnina og bara nokkuð gaman að lesa hvað þau eru að gera. Þar er líka linkur á beina útsendingu frá keppninni, fyrir þá allra hörðustu. Svo er bara að senda góðar hugsanir fyrir lokaatrennuna.
Gangi ykkur vel og góða skemmtun! Hlökkum til að sjá ykkur aftur!
Bloggar | 19.5.2007 | 11:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Eldri færslur
- Febrúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Jan. 2025
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Ýmislegt áhugavert
- Auður AkureyrarAuður
- Birta og Helgi Danmerkurgengið
- Guðrún Björk Garún, Garún
- Hulda Katrín Eldri krullhausinn
- Valgerður Dóttirin
- Guðrún Mary Seltjarnarnesdaman
- Björninn Bjössi bekkjarbróðir
- Hörður Myndasmiður Myndirnar hans Harðar
- Vinnan Mitt daglega starf
- Drawn Krotarablogg
- Cartoon Brew Hreyfimyndablogg
- Autism Diva Donna Williams
- IllustrationMundo Krotarar alheimsins