Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007

G.R.O.S.S.

Þeir sem lesa Calvin og Hobbes ættu að þekkja fyrir hvað þessi skammstöfun stendur.  Fyrir ykkur hin þá er þetta nafn á klúbbi sem Calvin stendur fyrir og nefnist fullu nafni Get Rid Of Slimy girlS.

Ég rifja þetta upp vegna þess að ég er búin að fylgjast með framvindu mála hjá "Frjálslynda" flokknum af athygli.  Ef einhverjir eru kandídatar í þennan klúbb þá eru það karlkónarnir sem troðast yfir allt og alla og verja sig með fúkyrðum og illmælgi ef einhver dirfist að spyrja þá út í eða gera athugasemdir við þeirra misgáfulegu gjörninga.

Sýnist að það sé kominn tími á að betri helmingurin í flokknum fari að hugsa sér til hreyfings.  Þetta er farið að líta út eins og vont hjónaband, byggt á andlegu einelti.  Vona að þau drífi sig sem fyrst og leyfi karlpungunum að eiga sig.  Þeir munu vafalítið uppskera eins og þeir sá.

Og svo eru Calvin og Hobbes(Amazon linkur en eitt Gary Larson coll. slæðist með - ekki slæmt!) ágætis meðal við hvaða kvilla sem er!


Síðbúið sumarfrí

Fyrsta vers er að óska afmælisbarni dagsins, honum bróður mínum, til hamingju með afmælið.  Einnig koma hér afmæliskveðjur til Helga sem átti afmæli 4. janúar.  Til lukku báðir tveir.

Ég er hins vegar að taka út tvo sumarleyfisdaga í dag og á morgun en er því miður ekki á Kanarí.  Ég er á námsskeiði sem Greiningarstöðin er að halda um TEACCH fræðin.  Að megninu til eru þetta leiksskólastarfssmenn en nokkrir foreldrar eru þarna líka.  Þannig að maður er kominn á svipuðum tíma heim og ef maður væri að vinna og ekki mikið um frí.  En fróðlegt námsskeið og margt sem maður getur nýtt sér.

Ég viðurkenni alveg fyrir alþjóð og fleirum, að ég er ekki búin að taka niður allt jólaskrautið, í það minnsta stendur jólatréð ennþá hérna uppljómað.  Mig minnir þó að mamma hafi sagt að tréð hafi yfirleitt fengið að standa fram yfir afmælið hans Gvendar svo það er kannski bara ágætur siður.

Siggi var líka á námsskeiði en þurfti svo að fara í vinnuna.  Mér sýnist að Hulda fái snemma að borða í kvöld og fari að sofa og missi af pabba sínum fyrir vikið.  Enda er hún farin að ávarpa pólska strætóbílstjóra sem pabba!  Wink  Við stefnum samt á pizzu í kvöld og smá sjónvarpsgláp.  Fann His Girl Friday á Select áðan og keypti hana vegna þessa að ég hafði svo góðar minningar um þá mynd.  Vonandi að hún standi undir þeim væntingum.

Lifið heil...

 


Takk fyrir okkur!

Aldeilis fínt áramótapartí var haldið hér í gærkvöldi.  Heiðursgestirnir voru að sjálfsögðu Evan og Kristín og ég vona að þau hafi skemmt sér jafnvel og við.  Frábært veður, brjálæðislegir flugeldar og dýrlegur matur.

Eini  skugginn á kvöldinu var þetta þrautleiðinlega áramótaskaup.  Ég tók það upp en hef ekki haft lyst á að kíkja á það aftur.  En á föstudaginn var ég að versla í Hagkaup og glopraðist til að kaupa DVD með Stelpunum.  Skemmst frá því að segja að þetta er tryllingslega fyndið og vinnur alveg upp húmorssvartnættið sem var ríkjandi í gær.  Við lúðarnir erum náttúrlega ekki með Stöð 2 og vorum að sjá þetta í fyrsta sinn.  Hvet alla sem vettlingi geta valdið að nálgast þennan disk.

En, enn og aftur, takk fyrir æðislegt kvöld.  Þið rúlið!

P.S.  Einhver gleymdi myndavélatösku hérna í gærkvöldi.

flugeldar


Höfundur

Þórdís Guðmundsdóttir
Þórdís Guðmundsdóttir
Áráttukrotari og úthverfabúi

Færsluflokkar

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nota bene

Veður

Click for Reykjavik, Iceland Forecast

Nýjustu myndir

  • orchid-07
  • Svo þetta
  • Fyrst kom þetta

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband