Takk fyrir okkur!

Aldeilis fínt áramótapartí var haldið hér í gærkvöldi.  Heiðursgestirnir voru að sjálfsögðu Evan og Kristín og ég vona að þau hafi skemmt sér jafnvel og við.  Frábært veður, brjálæðislegir flugeldar og dýrlegur matur.

Eini  skugginn á kvöldinu var þetta þrautleiðinlega áramótaskaup.  Ég tók það upp en hef ekki haft lyst á að kíkja á það aftur.  En á föstudaginn var ég að versla í Hagkaup og glopraðist til að kaupa DVD með Stelpunum.  Skemmst frá því að segja að þetta er tryllingslega fyndið og vinnur alveg upp húmorssvartnættið sem var ríkjandi í gær.  Við lúðarnir erum náttúrlega ekki með Stöð 2 og vorum að sjá þetta í fyrsta sinn.  Hvet alla sem vettlingi geta valdið að nálgast þennan disk.

En, enn og aftur, takk fyrir æðislegt kvöld.  Þið rúlið!

P.S.  Einhver gleymdi myndavélatösku hérna í gærkvöldi.

flugeldar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég á þessa myndavélatösku!

Hulda Katrín (IP-tala skráð) 2.1.2007 kl. 23:52

2 identicon

Gleðilegt árið til ykkar allra..... vonandi náum við einni af þessari skemmtilegu veislum ykkar á árinu.

 Stuðkveðjur úr danaveldi

Kistín, Siggi og krakkarnir

Kristin (IP-tala skráð) 3.1.2007 kl. 16:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórdís Guðmundsdóttir
Þórdís Guðmundsdóttir
Áráttukrotari og úthverfabúi

Færsluflokkar

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 22250

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nota bene

Veður

Click for Reykjavik, Iceland Forecast

Nýjustu myndir

  • orchid-07
  • Svo þetta
  • Fyrst kom þetta

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband