Neyðarhemillinn brúkaður.

Augun mín rauð

Frúin neyddist til að taka hlé á störfum sínum í dag og þurfti talsvert til.  Ég er nefnilega seinþreytt til vandræða hvað veikindi varðar og fer frekar í vinnuna en að hanga heima í sófanum.  Að sjálfsögðu hlýði ég ef pestin er meiriháttar og í dag lít ég út eins og ég hafi verið lamin í bæði augun.  Fékk nefnilega þessa hrottalegu augnsýkingu og er búin að vera að bera fúkkalyf (sem gera mig hálfblinda) í augun í sólarhring.  Það skal viðurkennast að ég er búin að ganga dálítið fram af mér í haust enda mikið að gera á stóru heimili og vinnustað.  Stundum barasta tekur líkaminn málin í sínar hendur og segir manni að stoppa oggulitla stund.  Point taken!

Valgerður var ógurlega góð við móður sína, fór út í búð og keypti skonsur og góðgæti, kom til baka og lagði á borð, kveikti á kerti og kallaða á mig að borða.  Yndisleg stúlka!

Guðrún Björk (a.k.a. Mary Poppins) á afmæli í dag.  Æðislega geggæðislega og magnaðar afmælisóskir berast henni héðan úr Kópavoginum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórdís Guðmundsdóttir
Þórdís Guðmundsdóttir
Áráttukrotari og úthverfabúi

Færsluflokkar

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nota bene

Veður

Click for Reykjavik, Iceland Forecast

Nýjustu myndir

  • orchid-07
  • Svo þetta
  • Fyrst kom þetta

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband