Bara að láta vita að ég er hér ennþá. Ég er ekki beinlínis búin að vera í banastuði undanfarna viku en er öll að hjarna við núna. Eiginmaðurinn tók sér líka fáheyrt frí á laugardegi til að aðstoða á heimilinu því húsfrúin var ekki alveg í stakk búin. Svo nú eru blómin búin að fá að drekka, búið að þrífa meira og við tæmdum fataskápa af óþarfa og röðuðum því litla sem eftir var. Rauði Krossinn fékk helling. Að vísu heyktist ég á að flokka smábarnafötin til fullnustu og varð bara meyr svo það var látið duga að taka þau úr skápnum hennar Huldu og ég mun klára það verk þegar ég er orðin hraustari. En í vinnunni var smá smit frá bilanaflensunni hér heima því hljóðtölvan mín varð lasin, móðurborðið lést semsagt. Þegar ég fór á föstudaginn var þó búið að fá nýtt og verið var að blása lífi í sjúklinginn. Bræðurnir hafa líka lent í tækniklandri því ADSLið hjá þeim hefur verið í klúðri og þeir koma reglulega og fá að brúka tölvu og tengingu.
Við skruppum svo í Byko í dag í Kauptúni og ráfuðum um eins og týndir sauðir. Ég hafði þó af að kaupa tappa í eldhúsvaskinn, ljósaperur (já, fleiri!) og rúmfatnað handa eldri dótturinni. Hún á víst afmæli á morgun stúlkukindin, sweet sixteen og allt það. Myndarleg ung kona og mér finnst ótrúlega stutt síðan hún náði ekki með nefið upp á stofuborðið!
Farin að finna mér eitthvað gott að hlusta á. Hafið það gott.
Eldri færslur
- Febrúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Nóv. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Ýmislegt áhugavert
- Auður AkureyrarAuður
- Birta og Helgi Danmerkurgengið
- Guðrún Björk Garún, Garún
- Hulda Katrín Eldri krullhausinn
- Valgerður Dóttirin
- Guðrún Mary Seltjarnarnesdaman
- Björninn Bjössi bekkjarbróðir
- Hörður Myndasmiður Myndirnar hans Harðar
- Vinnan Mitt daglega starf
- Drawn Krotarablogg
- Cartoon Brew Hreyfimyndablogg
- Autism Diva Donna Williams
- IllustrationMundo Krotarar alheimsins
Athugasemdir
Til hamingju með dóttur þína þó enn sé rúmur klukkutími í afmælið þegar þetta er ritað
Dísa Dóra, 16.3.2008 kl. 22:39
síðbúnar afmæliskveðjur.
Ólafur fannberg, 17.3.2008 kl. 12:20
Takk fyrir góðar kveðjur fyrir hönd Valgerðar! Reyndar skilst mér að hún hafi nú líka tekið á móti einni í eigin persónu!
Þórdís Guðmundsdóttir, 17.3.2008 kl. 16:02
Til hamingju með litlu rófuna sem er ekki ennþá svo lítil. Það er eins og það hafi verið í gær að 9 marka barnið fæddist:)
Kveðja,
Garún
Garún (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 23:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.