Á innhverfunni

Laugardagur.  Allar vélar fullar og eru í óðaönn að þvo og þurrka.  Við Hulda búnar að skreppa í hádegismat til tengdó og borða þar heimavistarkássu.  Snjórinn að detta í blautum hlössum af þakinu og sólin farin að góna inn til okkar.  Kominn tími á að panta sólverjandi gluggatjöld hér á suðvesturhliðina því núna verður ekki líft hér á efri hæðinni fyrr en í október! 

Við fórum í leikhús í gær að sjá Kommúnuna ásamt Göflurunum.  Ágætis útfærsla en vantað samt dálítið kjarna og kraft í þetta miðað við myndina.  Og var gert hálffarsakennt á köflum sem mér fannst óþarfi.  En svo er náttúrlega spurning hvernig þetta gengur í þjóðir sem hafa aldrei séð myndina.

Ég er reyndar á einhverju innrænu trippi þessa dagana, nokkuð sem gerist af og til, og vil helst ekki vera mikið í margmenni.  Við fórum að sækja leikhúsmiðana á fimmtudagskvöldið og fórum í framhaldi af því í Hagkaup í Kringlunni til að versla.  Allt of mikið af fólki, of mikil nálægð, of mikil lykt og ég var afskaplega fegin þegar ég slapp út.  Sömuleiðis var erfitt að vera í mannþrönginni í leikhúsinu af sömu ástæðum.  Já, ég veit að einhverfa er erfðatengd og líklega á ég minn part í þessu.  En ég skil svo sannarlega hana Huldu þegar hún fer að láta illa í margmenni.  Það hefur reyndar minnkað um örugglega níutíu prósent frá því sem var fyrir svona einu og hálfu ári síðan.  Þá var helst ekki hægt að taka hana með í búð.  Maður gleymir nefnilega undrafljótt hjöllunum sem maður er kominn yfir og kannski er það bara ágætt.  Það sem fylgir svo þessum pirringi í frúnni er að það verður óhóflega ertandi og leiðinlegt að hlusta og horfa á fjölmiðla, sérstaklega auglýsingar.

Þannig að nú er verkefnið að bauka bara eitthvað rólegt á heimaslóðum, horfa bara á það sem maður velur sjálfur, kannski lúsast út í göngutúr og ná aftur andanum.  Í kvöld ætlum við að elda fiðurfénað og horfa svo á Stardust sem við vorum að kaupa.  Hafið það gott!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Mig langar að sjá þessa mynd (Stardust)

Gunnar Helgi Eysteinsson, 8.3.2008 kl. 21:11

2 Smámynd: Þórdís Guðmundsdóttir

Ég get óhikað mælt með henni.  Snilldarmynd, en ég las líka söguna eftir Neil Gaiman fyrir nokkrum árum og óhætt að mæla með henni líka.

Þórdís Guðmundsdóttir, 9.3.2008 kl. 11:21

3 Smámynd: Þórdís Guðmundsdóttir

Sæl og takk fyrir innlitið!

Þórdís Guðmundsdóttir, 16.3.2008 kl. 19:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórdís Guðmundsdóttir
Þórdís Guðmundsdóttir
Áráttukrotari og úthverfabúi

Færsluflokkar

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 22236

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nota bene

Veður

Click for Reykjavik, Iceland Forecast

Nýjustu myndir

  • orchid-07
  • Svo þetta
  • Fyrst kom þetta

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband