Laugardagur. Allar vélar fullar og eru í óðaönn að þvo og þurrka. Við Hulda búnar að skreppa í hádegismat til tengdó og borða þar heimavistarkássu. Snjórinn að detta í blautum hlössum af þakinu og sólin farin að góna inn til okkar. Kominn tími á að panta sólverjandi gluggatjöld hér á suðvesturhliðina því núna verður ekki líft hér á efri hæðinni fyrr en í október!
Við fórum í leikhús í gær að sjá Kommúnuna ásamt Göflurunum. Ágætis útfærsla en vantað samt dálítið kjarna og kraft í þetta miðað við myndina. Og var gert hálffarsakennt á köflum sem mér fannst óþarfi. En svo er náttúrlega spurning hvernig þetta gengur í þjóðir sem hafa aldrei séð myndina.
Ég er reyndar á einhverju innrænu trippi þessa dagana, nokkuð sem gerist af og til, og vil helst ekki vera mikið í margmenni. Við fórum að sækja leikhúsmiðana á fimmtudagskvöldið og fórum í framhaldi af því í Hagkaup í Kringlunni til að versla. Allt of mikið af fólki, of mikil nálægð, of mikil lykt og ég var afskaplega fegin þegar ég slapp út. Sömuleiðis var erfitt að vera í mannþrönginni í leikhúsinu af sömu ástæðum. Já, ég veit að einhverfa er erfðatengd og líklega á ég minn part í þessu. En ég skil svo sannarlega hana Huldu þegar hún fer að láta illa í margmenni. Það hefur reyndar minnkað um örugglega níutíu prósent frá því sem var fyrir svona einu og hálfu ári síðan. Þá var helst ekki hægt að taka hana með í búð. Maður gleymir nefnilega undrafljótt hjöllunum sem maður er kominn yfir og kannski er það bara ágætt. Það sem fylgir svo þessum pirringi í frúnni er að það verður óhóflega ertandi og leiðinlegt að hlusta og horfa á fjölmiðla, sérstaklega auglýsingar.
Þannig að nú er verkefnið að bauka bara eitthvað rólegt á heimaslóðum, horfa bara á það sem maður velur sjálfur, kannski lúsast út í göngutúr og ná aftur andanum. Í kvöld ætlum við að elda fiðurfénað og horfa svo á Stardust sem við vorum að kaupa. Hafið það gott!
Eldri færslur
- Febrúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Apríl 2025
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 22464
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Ýmislegt áhugavert
- Auður AkureyrarAuður
- Birta og Helgi Danmerkurgengið
- Guðrún Björk Garún, Garún
- Hulda Katrín Eldri krullhausinn
- Valgerður Dóttirin
- Guðrún Mary Seltjarnarnesdaman
- Björninn Bjössi bekkjarbróðir
- Hörður Myndasmiður Myndirnar hans Harðar
- Vinnan Mitt daglega starf
- Drawn Krotarablogg
- Cartoon Brew Hreyfimyndablogg
- Autism Diva Donna Williams
- IllustrationMundo Krotarar alheimsins
Athugasemdir
Mig langar að sjá þessa mynd (Stardust)
Gunnar Helgi Eysteinsson, 8.3.2008 kl. 21:11
Ég get óhikað mælt með henni. Snilldarmynd, en ég las líka söguna eftir Neil Gaiman fyrir nokkrum árum og óhætt að mæla með henni líka.
Þórdís Guðmundsdóttir, 9.3.2008 kl. 11:21
Sæl og takk fyrir innlitið!
Þórdís Guðmundsdóttir, 16.3.2008 kl. 19:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.