Tilvistarkreppa og korselettþus

Hér sit ég í lögskipuðu straffi og velti fyrir mér hvað ég eigi að gera varðandi framtíðina.  Það er víst löngu kominn  tími á uppstokkun en ég hef ekki grænan grun um hvað ég eigi að gera af mér.  Eitt er víst að ég verð að greiða úr kaosinu sem mér hefur tekist að hræra saman því ef núverandi stefnu er haldið til streitu, kafna ég úr streitu!

Þannig að síðastliðna viku hef ég lítið gert annað en að sitja í miðjum ruglupollinum, ekki vitandi mitt rjúkandi ráð.  Best að snúa sér strax að öðrum viðfangsefnum því mér gengur ekkert betur að skrifa um þessa hluti en að díla við þá í alvörulífinu.

Ég er því miður eins og hinar prinsessurnar núna, að bíða eftir patentlausninni á hvíta hestinum, aðferðarfræði sem mér líkar engan veginn því ég hef alltaf haft þá trú að maður eigi að finna út úr hlutunum sjálfur, ekki bíða eftir að málunum sé bjargað af utanaðkomandi öflum.  En það gáfulegasta sem mér hefur dottið í hug hingað til er að drekka meira vatn!  Ég er eiginlega viss um að maður þurfi meira til að móta líf sitt eftir, ekki satt?

Talandi um patentlausnir, og nú þarf ég að þusa svolítið:  Hvað er með þessa hábölvuðu þætti 'How to look good naked'?  Það eina sem manngreyinu dettur í hug með þessar konur er að troða þeim í lífsstykki þannig að aukakílóin vella upp úr og niðurúr.  Það fór dágóður tími og orka í að venja fólk af þessum óhollu flíkum og ég er viss um að kvenréttindakonur síðustu aldar væru ekki hrifnar af þessari þróun.  Í þessum þáttum er áherslan um að njóta eigin fegurðar hverfandi miðað við hversu mikil áhersla er lögð á þetta bull.  Og af hverju er þetta karlmaður að ráðskast með konurnar, væri ekki eðlilegra að konur kæmu að þessu máli svona eins og dömurnar í 'What not to wear'?  Það er gott og blessað að hjálpa fólki með sjálfsálitið en mín skoðun er sú að það sé ekki gert með gamaldags, þvingandi hjálpartækjum og röfli um brjósta og appelsínuhúðarkrem.  Ef eitthvað þá er slíkt andstætt upprunalega markmiðinu.  Svona!  Búin að rasa út yfir þessu í bili.

Annars vorum við Valgerður að horfa á myndina 'Miss Potter' með Reneé Zellweger áðan.  Skemmtileg mynd um áhugaverða konu.  Heimilisstörf voru í lágmarki í dag, tekið til í eldhúsinu og ....ekkert sérstakt annað.  Mig vantar reyndar heimilishjálp - grínlaust.  Ef þið vitið um góða manneskju þá sést netfangið mitt ef smellt er á höfundarmyndina.

En, ég er víst að fara að borða voða góðan mat í kvöld...hafið það gott elskurnar mínar!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já ég var akkurat að pæla í þessum þáttum  How to look good naked um daginn, og þessum apparrötum sem karlinn er alltaf að troða konurnar í.  Ég segi nú bara það er best að venja þessa karla á hliðarspikið á manni frá byrjun, heldur að vera svaka skutla með allt reifað inn,,og svo þegar kemur á "stóru" stundinni þegar þarf að fara klæða sig úr þessum aparrötum,  þá koma þessi 10 kg til baka, hliðarspikið birtist, rassin niður og brjóstin niður á læri. Kannski ekki beint það sem gæjinn átti von á þegar allt var á sínum stað,í shock up sokkabuxunum, magabeltunum, wonderbra og stuðningsnærunum.  Svona Bridget Jones moment!! 

Hulda Katrín (IP-tala skráð) 4.11.2007 kl. 00:47

2 Smámynd: Þórdís Guðmundsdóttir

Einmitt!  Ég man líka eftir þessu í annarri mynd þar sem skvísan tíndi af sér brjóstin, rassinn, hárið og gott ef hún var ekki einfætt.  Betra að segja 'What you see is what you get!'

Þórdís Guðmundsdóttir, 4.11.2007 kl. 09:19

3 identicon

Elskurnar mínar; Þetta er ekki úr einhverri kvikmynd heldur einn af örfáum bröndurum sem pabbi reytti af sér þegar vel lá á honum. Ég held að hann kunni kannski svona tvo í viðbót við þennan hjá þér. Alltaf gaman að heyra sígilt skemmtiefni úr fjölskyldunni. Ástarkveðjur frá norðlingum.

Stóra systir (IP-tala skráð) 7.11.2007 kl. 23:21

4 Smámynd: Þórdís Guðmundsdóttir

I beg to differ!  Ég sá þetta í myndinni I'm gonna git you sucka!

Þórdís Guðmundsdóttir, 8.11.2007 kl. 17:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórdís Guðmundsdóttir
Þórdís Guðmundsdóttir
Áráttukrotari og úthverfabúi

Færsluflokkar

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nota bene

Veður

Click for Reykjavik, Iceland Forecast

Nýjustu myndir

  • orchid-07
  • Svo þetta
  • Fyrst kom þetta

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband