Í dag á afmæli fröken Stefanía Helga og myndi vera orðin tvítug! Til hamingju með afmælið!
Í gær átti svo hann Mummi afmæli og við erum að fara að borða á Víðivöllum í kvöld af því tilefni. Sú heimsókn þjónar líka þeim tilgangi að Valgerður hitti föðurfólkið sitt því hún er alltaf að vinna þegar við förum í laugardagsmatinn til ömmu hennar.
Maddama Kristrún, daglega nefnd Kiddý, ein af mínu bestu vinkonum, varð fertug þann fyrsta september. Hún var að sóla sig á Mallorku á afmælisdaginn þannig að ég ætla að fara að gera mér ferð í Hafnarfjörðinn til að gefa frúnni pakka!
En ekki eru öll tímamót af sama toga þessa dagana. Hún Kristín, mamma hans Helga, lést í síðustu viku og við vottum fjölskyldunni innilega samúð okkar. Mætur og vænn maður tengdur vinnunni minni lést um daginn og ég var við jarðarför hans í síðustu viku.
Af okkur er það að frétta að heimilisfaðirinn keppist við að grafa holur fyrir utan húsið og gengur allvel með verkið. Við fórum svo á svokallaðan þjónustuteymisfund á vegum Kópavogsbæjar vegna hennar Huldu Ólafíu á miðvikudaginn. Þar hittast allir þeir aðilar sem koma að uppfræðslu og aðbúnaði stúlkunnar á einn eða annan hátt svo þetta verða ansi stórir fundir. En þetta var gríðarlega jákvæður fundur og meðal annars var stuðningur við stúlkuna aukinn um einn klukkutíma á dag, án þess að við bæðum um það. Talsvert önnur saga en sumir foreldrar einhverfra barna í Reykjavík hafa verið að segja, en þau segja flest frá því að það þurfi að berjast með kjafti og klóm til að ná einhverjum framförum á þessu sviði. Þannig að grínlaust, það er gott að búa í Kópavogi.
Mér finnst ég aðeins vera farin að ná andanum og hlutirnir smátt og smátt að verða viðráðanlegri. Eitt er þó sem ég er í bölvuðum vandræðum með og þarf að fara að gera gangskör í. Það er að grisja fatabunka fjölskyldunnar. Úr sér gengin föt sem enginn notar lengur, stífla fataskápa og þvottahús heimilisins eins og illvíg hægðatregða og koma í veg fyrir að núverandi föt séu geymd og haldin á skikkanlegan hátt. Það eru einhver ár síðan ég tók rassíu í þessu svo ég þarf að láta hendur standa fram úr ermum núna og láta Rauða Krossinn njóta þess sem hægt er.
En...þangað til næst, hafið það gott.
Í gær átti svo hann Mummi afmæli og við erum að fara að borða á Víðivöllum í kvöld af því tilefni. Sú heimsókn þjónar líka þeim tilgangi að Valgerður hitti föðurfólkið sitt því hún er alltaf að vinna þegar við förum í laugardagsmatinn til ömmu hennar.
Maddama Kristrún, daglega nefnd Kiddý, ein af mínu bestu vinkonum, varð fertug þann fyrsta september. Hún var að sóla sig á Mallorku á afmælisdaginn þannig að ég ætla að fara að gera mér ferð í Hafnarfjörðinn til að gefa frúnni pakka!
En ekki eru öll tímamót af sama toga þessa dagana. Hún Kristín, mamma hans Helga, lést í síðustu viku og við vottum fjölskyldunni innilega samúð okkar. Mætur og vænn maður tengdur vinnunni minni lést um daginn og ég var við jarðarför hans í síðustu viku.
Af okkur er það að frétta að heimilisfaðirinn keppist við að grafa holur fyrir utan húsið og gengur allvel með verkið. Við fórum svo á svokallaðan þjónustuteymisfund á vegum Kópavogsbæjar vegna hennar Huldu Ólafíu á miðvikudaginn. Þar hittast allir þeir aðilar sem koma að uppfræðslu og aðbúnaði stúlkunnar á einn eða annan hátt svo þetta verða ansi stórir fundir. En þetta var gríðarlega jákvæður fundur og meðal annars var stuðningur við stúlkuna aukinn um einn klukkutíma á dag, án þess að við bæðum um það. Talsvert önnur saga en sumir foreldrar einhverfra barna í Reykjavík hafa verið að segja, en þau segja flest frá því að það þurfi að berjast með kjafti og klóm til að ná einhverjum framförum á þessu sviði. Þannig að grínlaust, það er gott að búa í Kópavogi.
Mér finnst ég aðeins vera farin að ná andanum og hlutirnir smátt og smátt að verða viðráðanlegri. Eitt er þó sem ég er í bölvuðum vandræðum með og þarf að fara að gera gangskör í. Það er að grisja fatabunka fjölskyldunnar. Úr sér gengin föt sem enginn notar lengur, stífla fataskápa og þvottahús heimilisins eins og illvíg hægðatregða og koma í veg fyrir að núverandi föt séu geymd og haldin á skikkanlegan hátt. Það eru einhver ár síðan ég tók rassíu í þessu svo ég þarf að láta hendur standa fram úr ermum núna og láta Rauða Krossinn njóta þess sem hægt er.
En...þangað til næst, hafið það gott.
Eldri færslur
- Febrúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Nóv. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Ýmislegt áhugavert
- Auður AkureyrarAuður
- Birta og Helgi Danmerkurgengið
- Guðrún Björk Garún, Garún
- Hulda Katrín Eldri krullhausinn
- Valgerður Dóttirin
- Guðrún Mary Seltjarnarnesdaman
- Björninn Bjössi bekkjarbróðir
- Hörður Myndasmiður Myndirnar hans Harðar
- Vinnan Mitt daglega starf
- Drawn Krotarablogg
- Cartoon Brew Hreyfimyndablogg
- Autism Diva Donna Williams
- IllustrationMundo Krotarar alheimsins
Myndaalbúm
Bloggvinir
Af mbl.is
Innlent
- Hópur fólks reyndi að komast að eldgosinu
- Nyrstu hrauntungurnar dreifa úr sér
- Dró upp skæri og hótaði íbúum
- Teknir við akstur undir áhrifum
- Hraun kemur úr þremur gígum: Virknin stöðug
- Að mestu bjart sunnan- og vestantil
- Nýtt fangelsi í landi Stóra-Hrauns tilbúið 2028
- Sólveig Anna furðar sig á aðferðum kennara
- Lyftari yfir fót og rjúfa þurfti hurð
- Er kynjastríð í uppsiglingu?
Erlent
- Segjast hafa drepið fimm vígamenn
- Eldflaugavarnarkerfi í skiptum fyrir hermenn
- Segir að friði verði aðeins náð með afli
- Rússar sagðir útvega N-Kóreu milljón olíutunnur
- Pam Bondi næsti dómsmálaráðherra
- Handtekinn fyrir njósnir í bandaríska sendiráðinu
- Hefur áhyggjur af notkun eldflauganna
- Herra Volvo er genginn
- Sakar dómstólinn um gyðingahatur
- Merkel segir Trump heillaðan af einræðisherrum
Athugasemdir
Innilegar þakkir til ykkar allra fyrir hlýju og ást sem þið veittið okkur svo ríkulega í síðustu viku. Svo ekki sé talað um að koma í jarðarförina hjá tengdó. En húner jú búin að vera okkur samferða í næstum 40 ár. Við sendum ykkur koss og stórt knús á alla bæi. Við sjáumst svo um mánaðamót þegar við förum að jarðsetja krukkkun henna hjá Gesti. Við erum að hugsa um að gefa okkur 1-2 sólarhringa og fá að hitta ykkur almennilega. Við stillum strengi síðar í mánuðinu. Sérstaka kveðjur fá systurdæturnar mínar fyrir hlýja og notalega viðveru. Guð blessi ykkur öll í ljúfri bæn eins og frændi okkar fótalausi presturinn bað svo fölskvalaust.
Auður stóra systir og Co (IP-tala skráð) 18.9.2007 kl. 00:41
Það verður gaman að hitta ykkur almennilega þegar þið komið næst í bæinn:) þið látið okkur vita þegar nær dregur þannig að hægt verður að skipuleggja eitthvað huggulegt og næsos:)
Kveðja,
Guðrún Björk
´Guðrún Björk (IP-tala skráð) 24.9.2007 kl. 11:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.