Tveggjaviknapistillinn

Margt og mikið búið að gerast á síðustu tveim vikum.  Vinnan fór í óvissuferð um síðustu helgi og við eiginmaðurinn þar með.  Ég þurfti reyndar að koma sjálfri mér með afli af stað því ég er ekki duglegasta manneskjan í svona hópefli.  Skemmst frá því að segja að það var svakalega gaman.  Skruppum svo til Gaflaranna á eftir, Siggi var í stuði og drakk kaffi en ég kúrði mig bara niður í sófann og svaf!  Daginn eftir var svo kallinn afskaplega þreyttur og mér skilst að vinnufélagarnir hafi líka haft "rólegan dag"!

Annars er eins og alltaf, búið að vera mikið að gera.  Kallinn er búinn  að moka holurnar fyrir pallinum og er að fara að viða að sér efni í undirstöðurnar.  Fyrir svo ykkur sem viljið vera nær mér þá er húsið við hliðina á mér komið á sölu! 

Hulda er í banastuði þessa dagana en er ógurlega upptekin af mömmu sinni núna.  Ég á helst að gera allt fyrir hana, halda á henni sem mest og um daginn þegar ég setti hana í rúmið að sofa kom setningin (með ánægjudæsi): "Er ég og mamma!"  Hvað get ég sagt annað en það er svakalega gaman að vera mamma núna!  Ekki að það sé leiðinlegt verk.

Unglingurinn sést varla hér heima vegna vinnu og vinkvenna en lét þó svo lítið að vera heima á föstudagskvöldið og glápa á video með foreldrunum. 

En, dagurinn bíður og heilt fjall af þvotti sem þarf að vinna á, fjöldi af búðum sem þarf að fara í og bílskúr til að taka til í svo hægt sé að framkvæma meira hérna.  Huldan er að fara að hitta frænkurnar svo hún trompist ekki í búðarröltinu. 

Eigið góðan dag!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Brjálað að gera hjá ykkur greinilega

Jóna Á. Gísladóttir, 30.9.2007 kl. 14:25

2 Smámynd: Þórdís Guðmundsdóttir

Ojá!  Varð að vísu heldur lítið úr þvottabisnessinum þar sem ansi langur tími fór í búðarrölt og þvæling.  Höldum samt að við höfum verið dugleg í dag!

Þórdís Guðmundsdóttir, 30.9.2007 kl. 19:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórdís Guðmundsdóttir
Þórdís Guðmundsdóttir
Áráttukrotari og úthverfabúi

Færsluflokkar

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nota bene

Veður

Click for Reykjavik, Iceland Forecast

Nýjustu myndir

  • orchid-07
  • Svo þetta
  • Fyrst kom þetta

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband