Þriðjudagur

Við höldum áfram hérna megin að skiptast á kvefpestum og núna er unglingurinn búinn að vera óstarfhæf í tvo daga.  Einhverjar heitstrengingar er hún með að fara í skólann á morgun og ég vona heitt og innilega að hún sé ekki að dreifa sýklum meira en orðið er.  Hulda byrjaði á stóru deildinni í morgun og var nokkuð hróðug með þá þróun mála þótt henni þætti dálítið óþægilegt að það væri rætt of mikið um þessa þróun mála.  Í vinnunni er talsvert mikið af því sem kallast á engilsaxnesku "busywork", mikil vinna, ekkert sérstaklega gefandi.  En vinnufélagar mínir plana þó óvissuferð 22. september, eitthvað sem innifelur aukaföt fyrir þáttakendur.  Vona að það sé ekki of subbulegt!

Í dag var svo jarðsettur Árni Ibsen sem er mikill missir fyrir íslenskt menningarlíf, en mestur þó fyrir fjölskyldu hans.  Það síðasta sem ég sá eftir hann var Himnaríki, náði með naumindum í síðustu sýningu og sú sýning er ein af þeim bestu sem ég hef séð í leikhúsi.  Ég er ekki mikið fyrir farsa en þetta verk stóð öllum slíkum verkum sem ég hef séð öðrum mun framar og innihélt miklu meira en bara brandara sem eru yfirleitt uppistaðan í slíkum stykkjum.  Ekki svo að skilja að þá hafi skort, en þetta var eitursnjallt stykki, frábær texti og svínvirkaði í leikhúsi.  Góður rithöfundur er genginn og við þökkum innilega það sem hann gaf okkur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórdís Guðmundsdóttir
Þórdís Guðmundsdóttir
Áráttukrotari og úthverfabúi

Færsluflokkar

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nota bene

Veður

Click for Reykjavik, Iceland Forecast

Nýjustu myndir

  • orchid-07
  • Svo þetta
  • Fyrst kom þetta

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband