Haustkvef

Frekar erfið vika að baki.  Gríðarlega stór verkefni í vinnunni, mikið stress en allt hafðist þó að lokum.  Fékk að auki leiðindakvef og er enn að fást við það vandamál.  Létum slæma heilsu þó ekki koma í veg fyrir að við skryppum á Ljósanótt í gær.  Skoðuðum haug af sýningum, flestum í amatöradeildinni fyrir utan eina.  Sú var skipulögð af Guðmundi Rúnari Lúðvíkssyni og við lá að við misstum  af henni af því hún var uppi á lofti og við höfðum ekki rænu á að fara þangað.  Guðmundur hins vegar sá Sigga út um gluggann og kallaði á okkur upp.  Sýningin í það minnsta endurvakti trú mína á mannkyn og myndlist þann daginn.  Svo var heilsað upp á pabba og Immu og borðaðir frábærir hamborgara hjá Helgu og Stefáni.  Hulda var margmál eftir flugeldasýninguna:  "Þetta er fínt.  Og fallegt.  Og flott.  Vááá!"

Húsið er bókstaflega í rúst  eftir vikuna.  Bara það allra nauðsynlegasta hefur verið gert, annars hefur áherslan verið á að fara skikkanlega að sofa og ná heilsu.  Þannig að í dag verð ég í húsverkunum og húsbóndinn er með það verkefni að fara út og grafa holur fyrir pallinum alræmda.  Ef ég hef nægilegt bragðskyn elda ég hugsanlega nýslátrað lambakjöt með rótargrænmeti í kvöld, með betri réttum sem ég veit.  Annars eru allrar athygli verðar flöskurnar frá Firefly Tonics sem fást núna í búðum.  Búið til af grasalæknum og á  víst að vera magnaður metall.  Ég prófaði eitthvað sem heitir Self Defence (tvisvar)  þegar pestin fór að gera vart við sig og hingað til hefur mér gengið betur að losna við þetta heldur en Sigga sem er búinn að fást við þetta í rúma viku.

Fjölskylda og vinir flykkjast nú til að skrá sig á Facebook og ég er þar ekki undanskilin enda afar góð leið til að halda sambandi við fólk.  Skoðið málið!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Sæl Þórdís. Mig langar til að þakka þér fyrir komment við færslunni minni um þann einhverfa. mat það mikils.

Gangi þér allt í haginn með litlu prinsessuna þína

Jóna Á. Gísladóttir, 2.9.2007 kl. 23:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórdís Guðmundsdóttir
Þórdís Guðmundsdóttir
Áráttukrotari og úthverfabúi

Færsluflokkar

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nota bene

Veður

Click for Reykjavik, Iceland Forecast

Nýjustu myndir

  • orchid-07
  • Svo þetta
  • Fyrst kom þetta

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband