Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Ljóð

Eftirfarandi ljóð sendi mamma mér einhvern tímann um árið áður en hún dó.  Ég leyfi mér að birta það hér í minningu annarrar góðrar konu. 

 

Do not stand at my grave and weep,

I am not there, I do not sleep.

I am in a thousand winds that blow,

I am the softly falling snow.

I am the gentle showers of rain,

I am the fields of ripening grain.

I am in the morning hush,

I am in the graceful rush

Of beautiful birds in circling flight,

I am the starshine of the night.

I am in the flowers that bloom,

I am in a quiet room.

I am in the birds that sing,

I am in each lovely thing.

Do not stand at my grave and cry,

I am not there. I do not die.

Mary Elizabeth Frye (1905-2004)

 

 orchid 


Ég hef verið orðlaus...mikið til.

Það er víst langt um liðið síðan ég skrifaði enda hefur lífið verið með miklum hamförum síðustu tvo mánuði hjá okkur sem hjá öðrum. Fólkið í kringum okkur er að fást við ýmsa erfiða hluti og svo á fimmtudaginn urðu tvö bílslys sem snertu fólk í lífi okkar. Fyrir mikla guðs mildi fór betur en á horfði í báðum tilfellum og það setur í rétt samhengi peninga og stjórnmálanuddið sem annars liggur eins og mara á allri þjóðinni.

Hvað get ég sagt? Ég hef, eins og flestir býst ég við, sveiflast á milli þess að vera leið og fjúkandi reið. Seinna ástandið er skárra því þá hefur maður margfalt meiri orku til að gera hluti. Þegar verst lét dreymdi mig manndráp og blóðsúthellingar nokkrar nætur í röð og maður vaknar svolítið skringilegur á morgnana út frá svoleiðis draumum. Held annars að Hollendingar hafi helst fengið að kenna á bræðinni (NB í draumunum). En það er annars farið að sjatna í manneskjunni og síðustu nætur hafa verið mun þolanlegri.

Annars höfum við brúkað klassísk meðöl til að hressa fjölskylduna við og höfum verið að horfa á Friends í akkorði, nokkuð sem við höfum í bakhöndinni á álagstímum. Meira að segja Hulda er orðin húkkuð og bað feimnislega í gærkvöldi að sjá Vini.

Þess utan hefur lífið gengið sinn vanagang og nóg að starfa á öllum vígstöðvum. Það stórafrek er að nást að koma þvottahúsinu í starfhæfara form og núna er ég að þvo allt furðusmádraslið sem safnast alltaf neðst í þvottakörfuna. Þið vitið stakir sokkar í skrítnum litum, föt sem eru úr litum og efnum sem geta ekki farið með öðru og furðulegir inniskór sem alltaf átti að þvo. Er ekki til neitt gott samheiti yfir þetta?

Að lokum: þið gætuð gert margt vitlausara en að fjárfesta í nýja disknum hans KK. Hann er góður fyrir sálartetrið og pottþéttur út í gegn.

Hafið það gott


Fyrir bankamenn og hvekkta alþýðu

 


Höfundur

Þórdís Guðmundsdóttir
Þórdís Guðmundsdóttir
Áráttukrotari og úthverfabúi

Færsluflokkar

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nota bene

Veður

Click for Reykjavik, Iceland Forecast

Nýjustu myndir

  • orchid-07
  • Svo þetta
  • Fyrst kom þetta

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband