Snemmbúin afmælisgjöf!

Í kvöld þegar ég var að leggja litlu manneskjuna í rúmið sitt, búin að teikna á bakið á henni og strjúka henni á alla enda og kanta kom eftirfarandi spurning frá stúlkunni: "Mamma.  Ert þú vinkona?"  Ég sagði að sjálfsögðu: "Já.  Ég er vinkona þín.  Ert þú vinkona mín?" - "Já, mamma!".

Allir sem eitthvað þekkja okkar mál og okkar fólk vita að þetta er stór áfangi fyrir litla manneskju.  Aftur og enn fór mamman svo að brynna músum þegar hún kom fram.  Ég held ég biðji ekki um það betra.

Annars er stúlkan alltaf á kafi í líffræðinni og við lesum alltaf sama doðrantinn fyrir svefninn og núna kann Hulda að nefna, lungu, þarma, hjarta, þvagblöðru og fleira gott.  En hún tók pabba sinn fyrir um daginn og bað um að fá að sjá upp í hann og sjá "gullið" (skoða tennur) og svo sagði hún við hann: "Gaptu meira.  Má ég sjá lungu?"

En ljónynjan á víst afmæli í dag Wizard og stefnir á að borða eitthvað blóðugt í kvöld!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hún á afmæli í dag, hún á afmæli í dag. Hjartans óskir með daginn. Þú ert svo mikið ljón í þessum blóðugum steikum :-)

Kv. Þórhildur

Þórhildur (IP-tala skráð) 19.8.2008 kl. 18:38

2 Smámynd: Þórdís Guðmundsdóttir

Takk fyrir það.  Ég hef þó þróast aðeins frá því að ég var að stela hráu nautahakki frá kettinum þegar ég var lítil!

Þórdís Guðmundsdóttir, 19.8.2008 kl. 19:47

3 identicon

Hjartanlegar hamingjuóskir með afmælið. Ég skil mjög vel valið á afmælismatnum:)

Kveðja,

Guðrún Björk

Guðrún Björk (IP-tala skráð) 19.8.2008 kl. 20:30

4 Smámynd: Dísa Dóra

Til hamingju með afmælið

Dísa Dóra, 19.8.2008 kl. 20:53

5 Smámynd: Erla Stefanía Magnúsdóttir

Sæl og til hamingju með afmælið frábært að heyra um allar framfarir hjá

Huldu, það er greinilegt að hún er í þroskagírnum þessa dagana.

kveðja frá danaveldi

Erla Stefanía Magnúsdóttir, 20.8.2008 kl. 19:38

6 identicon

Hulda er þvílíkur snillingur með þessa bók!! Hún sagði mér allt frá þessu með lungun og hjartað.

Hulda Katrín (IP-tala skráð) 21.8.2008 kl. 00:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórdís Guðmundsdóttir
Þórdís Guðmundsdóttir
Áráttukrotari og úthverfabúi

Færsluflokkar

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 22230

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nota bene

Veður

Click for Reykjavik, Iceland Forecast

Nýjustu myndir

  • orchid-07
  • Svo þetta
  • Fyrst kom þetta

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband