Ég er mætt aftur til starfa eftir þá mestu afslöppunarpáska sem ég hef upplifað í nokkur ár. Við náðum að horfa á nokkrar bíómyndir í heilu lagi, skruppum í göngutúra með og án stubbsins, borðuðum fáránlega góðan mat og gátum hvílt okkur. Ég fer næstum því að þora að mæla blóðþrýstinginn! Það var starfsdagur á leikskólanum hennar Huldu í gær svo ég fékk frí í vinnunni og var heima hjá dætrunum. Við reyndar brugðum okkur upp í Hamraborg og sóttum bækur á pósthúsið og settumst svo inn á kaffihús.
Ég fékk frá Amazon ferðabækur um Mílanó og Flórens sem ætlunin er að hafa til handargagns í ferðum okkar. Ég var líka að kaupa bók um einhverf börn og matarvandamál sem geta fylgt þeim. Það getur nefnilega verið ansi gloppótt hvað ungfrúin borðar eða borðar ekki. Hún borðar yfirleitt þokkalega á morgnana en úr leikskólanum koma af og til þær fréttir að lítill áhugi sé á matnum þar. Svo er upp og ofan hvort hún borðar eitthvað af því sem er í boði á kvöldin. Þannig að nú sest ég við lestur.
Ég keypti líka bók um Asperger/einhverfu og snilligáfu. Ekki af neinni óskhyggju heldur vegna þess að ég hafði lesið um hana á BBC og hafði áhuga á að kíkja á hana. Ég er aðeins farin að kíkja í hana og finnst hún barasta nokkuð góð. Annars ætti ég að fara að taka saman á einum stað allar bækur sem ég er búin að viða að mér um einhverfu og skyld málefni. Þetta fer að verða efni í svona mini bókasafn innan bókaflóðsins sem ég sanka að mér. Systir mín spurði mig einhvern tímann (veit ekki hvort hún var að grínast!) hvort ég væri áskrifandi að Amazon! En þegar maður er að leita að ákveðnum bókum um ákveðin málefni er þetta náttúrlega eina leiðin. Bókasafnið hefur ekki nema brot af því sem ég hef áhuga á og svokallaðar bókabúðir hér á landi eru með takmarkað úrval og okra gífurlega á því sem þær selja. Maður er að sjá sömu bækurnar á fjórföldu verði í búðunum hér heima. Verst að það er ekki hægt að kaupa í matinn á sama hátt. En nú fer þetta að umbreytast í tuð um einokun og efnahagsástand og kannski efni í annan pistil.
Hafið það gott!
Eldri færslur
- Febrúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Apríl 2025
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Ýmislegt áhugavert
- Auður AkureyrarAuður
- Birta og Helgi Danmerkurgengið
- Guðrún Björk Garún, Garún
- Hulda Katrín Eldri krullhausinn
- Valgerður Dóttirin
- Guðrún Mary Seltjarnarnesdaman
- Björninn Bjössi bekkjarbróðir
- Hörður Myndasmiður Myndirnar hans Harðar
- Vinnan Mitt daglega starf
- Drawn Krotarablogg
- Cartoon Brew Hreyfimyndablogg
- Autism Diva Donna Williams
- IllustrationMundo Krotarar alheimsins
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.