Þeir sem þekkja til Hunds ættu að gleðjast núna því hann hefur fengið langþráð páskabað. Þeir sem ekki þekkja Hund persónulega eru hér með upplýstir um að Hundur er tuskudýr í eigu Huldu og mér skilst hann hafi verið verslaður fyrir einhverjum árum fyrir 99 krónur af Stefáni í Rúmfatalagernum. En kostnaður segir ekki til um hversu dýrmætur hlutur er því Hundur hefur verið æðsta tuskudýr hér á heimilinu lengi. Hundur hefur ekið um Vestfirði, gist í sumarbústöðum á Suðurlandi og farið í heimsókn norður í Eyjafjörð. Það lá við að hann gleymdist þegar við fórum suður aftur en sem betur fór uppgötvaðist það áður en Akureyri var að baki. Annars hefði líklega þurft að snúa við á Holtavörðuheiðinni svei mér þá. En þar sem Hundur er ferðaglaður og mikið elskaður af eiganda sínum hefur hann safnað skítaskán sem fær fullorðna karlmenn til að tárast. Huldu var boðið að Hundur yrði þveginn fyrir nokkrum mánuðum. Hún tók ágætlega í það og kom með mér niður í þvottahús. En þegar henni var sagt að hún ætti að setja hann inn í þvottavélina hikaði hún aðeins og sagði svo: "Nei. Ekki Hundur." Og þar við sat. Núna er frökenin þó stödd í Njarðvík og við vorum að nota tækifærið að taka til í herberginu hennar á meðan. Fundum Hund, gráan af skít og skutluðum honum í þvottavélina. Þar var hann þveginn og undinn og kom þetta líka skínandi hreinn úr vélinni. Hvítu blettirnir eru hvítir, brúnu blettirnir brúnir og ég er ekki frá því að það hafi hýrnað örlítið yfir Hundi. Eigandinn fær svo að sjá árangurinn þegar hún kemur heim í kvöld og þá skýrt frá því hvernig hann varð svona hreinn og fínn. Við pukrumst ekki á þessum bæ (mikið).
Eldri færslur
- Febrúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Nóv. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Ýmislegt áhugavert
- Auður AkureyrarAuður
- Birta og Helgi Danmerkurgengið
- Guðrún Björk Garún, Garún
- Hulda Katrín Eldri krullhausinn
- Valgerður Dóttirin
- Guðrún Mary Seltjarnarnesdaman
- Björninn Bjössi bekkjarbróðir
- Hörður Myndasmiður Myndirnar hans Harðar
- Vinnan Mitt daglega starf
- Drawn Krotarablogg
- Cartoon Brew Hreyfimyndablogg
- Autism Diva Donna Williams
- IllustrationMundo Krotarar alheimsins
Athugasemdir
Krúttalegt...
Gleðilega páska
Gunnar Helgi Eysteinsson, 23.3.2008 kl. 15:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.