Loksins komið langþráð páskafrí. Við eiginmaðurinn vorum að koma úr innkaupaferð í Smáralind og búin að kaupa í flestallar máltíðir páskanna. Gerðum barasta ágætis kaup held ég. Svo þegar heim var komið var drifið í að útbúa Huldu með nesti og nýja skó (aukaföt, náttföt og bangsa) þar sem Hulda Kata var komin að sækja hana til að fara í Njarðvíkurheimsókn. Okkar manneskja var aldeilis til í að fara og kvaddi mig margoft í þeirri von að það myndi flýta brottför! En ósköp er nú rólegt þegar stúlkan er farin.
Ég er verulega þreytt eftir vikuna og dottaði í sófanum þegar ég kom heim úr vinnunni í gær. Svo var erfitt að vakna í morgun. Svei mér þá ég ætla að sofa út í fyrramálið. Hér heima verður svo dálítil þvottavinna eins og venjulega (er enginn endi á þessu helv#$%?). Eldri dóttirin er að sverma fyrir Smáralindarferð en ég verð að viðurkenna að mig langar ekki baun út í kuldann og rokið.
Eftir mánuð, ef allt gengur upp, verður frúin svo stödd á Ítalíu, takk fyrir. Þar verða nokkrir dagar í Mílanó að skoða hönnunar og húsgagnasýningu, nokkuð sem telst til vinnu og verðum við eiginmaðurinn þar ásamt Mumma að meðtaka strauma og stefnur. Eigum líka bókaðar fimmtán mínútur til að horfa á síðustu kvöldmáltíðina hans Lenna (a.k.a. Leonardo) Svo skiljast leiðir, Mummi fer til Prag og við förum suður til Flórens. Þar verðum við í nokkra daga áður en heim er haldið á ný. Það er skylda að skoða allt það sem var messað yfir okkur í listasögutímum og ég þarf að finna mér góða skó til að ganga í fyrir allt labbið. Eina sem mér leiðist dálítið í þessu er að við virðumst ófær um að fara einfalda ferð til útlanda. Alltaf skal maður vera að þvælast í allra handa millilendingum, skiptingum, lestarstússi og þess háttar. Aldrei neitt einfalt. En maður ætti svo sem að vera orðinn vanur svona stússi. Ég hef aldrei komið til Ítalíu og hlakka talsvert til. Ekki síst að smakka matinn þeirra (maður verður að viðhalda mjúku línunum, skiljið þið!). Eins og frænkur mínar lýsa þessu, þá er maturinn í Frakklandi góður, ójá sammála því, en betri á Ítalíu. Og kaffi. Gott kaffi er eitthvað sem vantar í kerfið. Hulda og Valgerður fá svo góðar manneskjur í hlutverk Mary Poppins á meðan við þvælumst um suður Evrópu.
Hátíðamaturinn hér á bæ verður matreiddur með aðstoð frú Nigellu. Á föstudaginn langa verður búin til fiskibaka með laxi, ýsu, lúðu og rækjum. Kryddað með saffrani og fleiru góðu. Á páskadag skal eldað lambalæri að hætti gyðinga. Ekki seinna vænna að virða gyðingaforföðurinn ekki satt? Í þessum tveimur máltíðum gefst tækifæri til að nota eitthvað af saffraninu sem bræðurnir bera með sér úr ferðum sínum um heiminn. Við eigum til dæmis lítið gullslegið hylki sem inniheldur Íranskt saffran sem ku víst vera það besta í heimi (að sögn Írana). Einnig eigum við vænan poka af möluðu saffrani sem Bjössi keypti í Cairo. Í kvöld er svo eldaður svo oggulítill hamborgarhryggur sem fékkst í Hagkaup fyrir smánarverð. Aðra daga reikna ég með heldur léttara fæði til að rétta jafnvægið aðeins af. En nú ætla ég víst að strauja svolítið og brjóta svolítið saman og þvo dálítið og þurrka oggulítið og með smáheppni get ég tínt ponsulítið til í vinnuherberginu.
Vona að þið eigið góða páska! Á örugglega eftir að skrifa meira en þá fáið þið bara fleiri páskaóskir!
Eldri færslur
- Febrúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Nóv. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Ýmislegt áhugavert
- Auður AkureyrarAuður
- Birta og Helgi Danmerkurgengið
- Guðrún Björk Garún, Garún
- Hulda Katrín Eldri krullhausinn
- Valgerður Dóttirin
- Guðrún Mary Seltjarnarnesdaman
- Björninn Bjössi bekkjarbróðir
- Hörður Myndasmiður Myndirnar hans Harðar
- Vinnan Mitt daglega starf
- Drawn Krotarablogg
- Cartoon Brew Hreyfimyndablogg
- Autism Diva Donna Williams
- IllustrationMundo Krotarar alheimsins
Athugasemdir
Ef þú heyrir eitthvað óskýrt pípararauf eftir þessa heimsókn , þá er það mér að kenna!
Hulda Kata (IP-tala skráð) 20.3.2008 kl. 21:36
Ásdís: Matur er víst bæði styrkur og veikleiki fjölskyldunnar! Mikið áhugafólk um mat!
Hulda: Já hún kom víst til ykkar í þessum buxum sem eru dæmdar til að vera alltaf á hælunum á blessuðu barninu. Sama hvað maður reynir að þrengja þær þá eru þetta barasta örlög þeirra!
Þórdís Guðmundsdóttir, 20.3.2008 kl. 21:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.