Restar af kvefi ennþá að hrjá mannskapinn. Reyndar með ólíkindum hvað vikan líður hratt, mér finnst eins og það hafi verið mánudagur í gær.
Það hefur verið algjört bíó að fylgjast með hlerunar og samsæriskenningum og ég held að ég þurfi ekki að bæta neinu við þá revíu sem er í gangi þar. Sýnist að bryddað verði upp á mörgum försum í vetur, svona í aðdraganda kosninganna. Ég var að hugleiða í alvöru hvort maður ætti að hvíla Moggann á meðan á þessu stæði en það er hálftilgangslaust þar sem önnur blöð gubbast hvort sem er linnulaust inn um lúguna. Maður er orðinn fastagestur í grenndargámunum, í örvæntingu að henda öllu blaðaflóðinu.
Svo er hin óskiljanlega ákvörðun að hefja hvalveiðar aftur, einhvern veginn hefur maður það á tilfinningunni að þarna sé bara verið að hygla einhverjum kallskröttum sem hafa verið að pússa skutlana í tuttugu ár. Persónulega finnst mér hvalkjöt óþverri og mér finnst þessi ákvörðun skemmandi fyrir landið okkar.
Svo komst ég að því að ég er svokallaður línperri. Það er nefnilega einstök nautn að strauja hvítu bómullarrúmfötin mín með heklaða milliverkinu og fara svo og sofa í þeim. Tekur óratíma en alveg þess virði. Ég er í fúlustu alvöru að hugleiða að fara í L'Occitane og kaupa svona línvatn sem maður steinkar þvottinn með svo rúmfötin fái huggulega lykt í leiðinni. En það dugar ekki að gera svona við gömlu druslurnar sínar. Nei, þetta verða að vera alvöru rúmföt. Öðruvísi mér áður brá því ég er yfirlýstur andstraujari. Svo bregðast krosstré sem önnur....
En á morgun er útskrift Meistara Guðrúnar og við mætum að sjálfsögðu, galhress, í okkar fínasta pússi og með pakka í sveittum litlum lófunum.
Eldri færslur
- Febrúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Nóv. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Ýmislegt áhugavert
- Auður AkureyrarAuður
- Birta og Helgi Danmerkurgengið
- Guðrún Björk Garún, Garún
- Hulda Katrín Eldri krullhausinn
- Valgerður Dóttirin
- Guðrún Mary Seltjarnarnesdaman
- Björninn Bjössi bekkjarbróðir
- Hörður Myndasmiður Myndirnar hans Harðar
- Vinnan Mitt daglega starf
- Drawn Krotarablogg
- Cartoon Brew Hreyfimyndablogg
- Autism Diva Donna Williams
- IllustrationMundo Krotarar alheimsins
Athugasemdir
Hehh marr verður að leyfa sér smáperraskap stökusinnum. Sjálf fékk ég mér svona voðafínt steinkvatn til að setja í skápana mína.
Birna M, 20.10.2006 kl. 21:08
Ekki slæm hugmynd! Ég var ekki búin að leiða línfantasíurnar svona langt!
Þórdís Guðmundsdóttir, 21.10.2006 kl. 23:17
Hrein rúmföt, hrein náttföt og nýkomin úr sturtu er bara toppurinn!
Hulda Katrín (IP-tala skráð) 22.10.2006 kl. 19:34
Ég held að ég þarf að fara í heimsókn til L´Occitane! Það er alltaf svona annar manna lykt í íbúðinni minni! Annað hvort þarf ég að fá mér einhverjar góða lykt eða kerti,,eða hanga eitthvað meira í íbúðinni!
Hulda Katrín (IP-tala skráð) 24.10.2006 kl. 23:55
Ég skil þetta mjög vel en í mínu tilfelli þarf að vera silkidamask í rúmfötunum. Annars strauja ég helst aldrei. Fékk eiginlega upp fyrir haus þegar ég var látin strauja vasaklútana hans pabba auk viskustykkja og ýmissa smáhluta. Ég var viss um að pabbi ætti fleiri en 100 vasaklúta en það getur verið misminni. En margir voru þeir!
Auður stóra systir (IP-tala skráð) 27.10.2006 kl. 12:33
Bara láta þig vita af því að ég hef fjárfest í Línvatni! Verbana Style! Gluggatjöldin og sófin fengu ágæta yfirferð til þess að fá góðan ilm í íbúðina! Svona vatn kostar 980 kr!
Hulda Katrín (IP-tala skráð) 2.11.2006 kl. 14:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.