Allt bilað!

Þetta eru búnir að vera skringilegir tímar á heimilinu síðustu viku.  Hitt og þetta hefur bilað og önnur hver pera hefur sprungið á stuttu tímabili.  Og svo kom Hulda Katrín með flakkara í heimsókn í gær, sem er nota bene, eins og okkar flakkari.  Reynt var að tengja viðkomandi við tölvuna en eitthvað var hún lítið áhugasöm að sjá hann.  Það gekk þó að lokum og flakkarinn birtist, en ekki var hægt að opna hann.  Svo bara hvarf hann alveg.  Ergo, bilaður og virðist hafa fallið undir niðurrifsálögin sem liggja yfir heimilinu þessa dagana.  Sem betur fer hafa þessi áhrif ekki fylgt mér í vinnuna þar sem maður meðhöndlar tugi tækja á degi hverjum, það væri skelfilegt, 7-9-13 (bankar í hausinn).  Hulda Katrín kom reyndar líka með nýja bjórinn, Skjálfta, og gaf okkur.  Nokkuð góður fannst mér og sniðugt að Íslendingar séu farnir að búa til alls konar afbrigði af bjór.  Til að mynda finnst mér Kaldi, afskaplega vel heppnaður.  Takk fyrir mig Hulda.

En það gengur þokkalega að fá Huldu Ólafíu til að sofna og hún svaf til að mynda alla nóttina í sínu rúmi í nótt.  Vaknar hress og kát og er með alls konar spaugsemi yfir morgunmatnum.  Svo er hún búin að ná nýju stigi í málþroskanum og byrjaði á því um síðustu helgi.  Það er hið alræmda "Hvað er þetta?" stig.  Við höfum ekki undan því að svara allri upplýsingaöfluninni sem er í gangi.  En þar sem þetta er einhverjum árum of seint eru þetta sæt orð og ég set sko ekki fyrir mig að svara.  Hulda Kata benti reyndar á að nú myndi líklega fylgja í kjölfarið "Hvað ertu að gera" og "Af hverju" og vonandi gengur það eftir.  Reyndar fylgir líka með að hún nefnir hluti: "Þetta er köttur.  Þetta er kall.  Þetta er stóll." og svo framvegis.

Síðasta helgi var ótrúlega annasöm, á góðan hátt þó.  Við fórum í útskriftarveislu sem var aldeilis fínt og frábær matur á borðum.  Þaðan fórum við beint í Laugardalshöllina að sjá Þursaflokkinn og Caput og það voru fínir tónleikar.  Helst að ég myndi kveina yfir að Caput fékk full mikinn þátt í mixinu á kostnað Þursaflokksins en það er minni háttar steytingur því þetta var afar gott á heildina. 

Á sunnudagskvöldið var svo haldið á Nasa að sjá Hayseed Dixie.  Það var dálítið erfitt að hafa sig af stað, því það er dálítið strangt að fara að heiman báða daga helgarinnar, en þegar á staðinn kom var þetta algerlega þess virði.  Stórskemmtilegir tónleikar og jafnvel þess virði að fara bara til þess að heyra sögurnar á milli.  Náunginn er sögumaður af guðs náð, ótrúlega gott.En ég er svoddan heimalús að mér finnst erfitt að vera alltaf á útstáelsi svo þessi helgi verður hér í rólegheitunum.  Eldað eitthvað gott og einfalt og glápt á sjónvarpið. 

Að lokum: Við fórum á sýningaropnun í gær í Anima Gallerí sem er á Freyjugötu.  Þar var að opna sýningu Jón Henrýsson, skólafélagi Sigga úr Mynd og Hand.  Dúndurgóð sýning eins og við er að búast af þessum manni.

Núna gengur Hulda á milli herbergja og segir mér að þetta og hitt ljósið sé bilað.  Ég þarf að leggja í meiriháttar ljósaperuinnkaup um helgina og reyndar fleira sem þarf að dytta að.  Ég vona svo að lokum að flakkaranum batni og nái fyrri heilsu aftur.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég er búinn að lesa færsluna en hef ekkert að segja.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 1.3.2008 kl. 22:40

2 Smámynd: Ólafur fannberg

eru perurnar að stríða þér hehehe

Ólafur fannberg, 3.3.2008 kl. 22:44

3 identicon

Er littla Hulda laus á sunnudaginn. Þóra Guðrún getur reddað hestbaksferð út í Mosó á sunnudag?

Hulda Katrín (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 19:36

4 Smámynd: Þórdís Guðmundsdóttir

Auðvitað!  Það held ég að væri stuð fyrir Huldu junior!

Er búið að laga flakkarann?

Þórdís Guðmundsdóttir, 6.3.2008 kl. 10:33

5 identicon

Nei,,flakkarinn er ekki komin í viðgerð? Þórhildur ætlar að sjá um það mál. Hún er á bleiku sófa skýji núna.

Hulda Katrín (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 16:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórdís Guðmundsdóttir
Þórdís Guðmundsdóttir
Áráttukrotari og úthverfabúi

Færsluflokkar

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nota bene

Veður

Click for Reykjavik, Iceland Forecast

Nýjustu myndir

  • orchid-07
  • Svo þetta
  • Fyrst kom þetta

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband