...en ég hef haft mikið að gera. Jólasísonið í fullum gangi í vinnunni og maður kemur heim og missir meðvitund í lok dags. Ég hef ekki þorað að mæla blóðþrýstinginn síðustu viku en er uppálagt að mæta hjá heimilislæknunni í eftirlit á næstunni. Var reyndar orðin ágæt en sjáum til. Afrekaði að fá magapest í byrjun viku og vottar enn fyrir ógleði núna nokkrum dögum síðar. Myndi það kallast hálfvelgja?
Var að fá þær fréttir að ný frænka hefði bæst í heiminn í Kanada hjá þeim Jóni og Nicole. Sendi árnaðaróskir vestur um haf og ég þori varla að hugsa um hvað ég er orðin margföld ömmu og afasystir.
Og ekki er ég neitt sérstaklega dugleg hér heima fyrir í dag verð ég að viðurkenna. Ekki búin að baka sautján sortir eða gera neitt sem virðulegar húsmæður gera. Og kallskrattinn ætlar að yfirgefa mig á morgun til að fara í vinnuna. Kannski get ég gert eitthvað "myndarlegt" á meðan.
Þó ekki víst.
Eldri færslur
- Febrúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Nóv. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Ýmislegt áhugavert
- Auður AkureyrarAuður
- Birta og Helgi Danmerkurgengið
- Guðrún Björk Garún, Garún
- Hulda Katrín Eldri krullhausinn
- Valgerður Dóttirin
- Guðrún Mary Seltjarnarnesdaman
- Björninn Bjössi bekkjarbróðir
- Hörður Myndasmiður Myndirnar hans Harðar
- Vinnan Mitt daglega starf
- Drawn Krotarablogg
- Cartoon Brew Hreyfimyndablogg
- Autism Diva Donna Williams
- IllustrationMundo Krotarar alheimsins
Athugasemdir
Veit ekki hvort það er huggun, en sumir eru orðnir langafabræður...
Björn Friðgeir (IP-tala skráð) 8.12.2007 kl. 20:41
Ótugtarskapur er þetta í ættingjum okkar, við sem erum enn svo ung!
Þórdís Guðmundsdóttir, 9.12.2007 kl. 13:35
Það borðar enginn sautján sortir um jólin. Þær sem eru svo klikkaðir að baka svona margar sortir sitja uppi með afganga um páska og þurfa að grímuklæða jólasmákökurnar sem páskasmákökur. Ég myndi því ekki hafa nokkrar áhyggjur af því hvort að skápar séu fullir af sautján sortum eða ekki. Jólin koma hvort sem er og maður getur alveg haldið jól þó svo að ekki sé búið að taka til í öllum skúmaskotum. Maður á bara að hafa sína hentisemi og passa sig á að jólastressið éti mann ekki upp.
Kveðja,
Garún
Garún (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 22:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.