29 ára...ennþá

Þá er afmælisdagurinn runnin upp og ég er að sjálfsögðu enn 29 ára.  Lítur út fyrir að dagurinn fari í að taka til í bílskúrnum og henda rusli og í þessum töluðu orðum eru Siggi og Valgerður í Sorpu að losa heimilið við flöskur og dósir.  Það hafa engin ósköp gerst fyrir utan hús þar sem bóndinn hefur verið að vinna á kvöldin og brá sér meira að segja frá í miðju götugrilli á laugardagskvöldið og skrapp í vinnuna til að gera stykki sín (hí hí - það heitir víst að lakka nokkur stykki en hitt er fyndnara).  Götugrillið var svakaskemmtilegt og ég og Valgerður enduðum inni í eldhúsi hjá Eddu nágrannakonu að kjafta frameftir nóttu.  Daginn eftir var afskaplega rólegt í götunni svo ekki meira sé sagt.  Við Hulda gláptum dálítið á sjónvarp og fórum svo og hittum Valgerði í vinnunni hennar og borðuðum með henni.  Svo var rölt heim á leið og stoppað í sjoppu til að kaupa súkkulaðidýr handa Huldunni og komið við á róló að æfa sig í rennibrautinni og að leika í litla húsinu sem þar er.  Kvöldið var nokkuð mellow, unglingurinn kominn niður á Miklatún og við gamla fólkið elduðum okkur pasta og horfðum á sjónvarpið.  Í nótt dreymdi mig svo að John Cleese væri að kenna mér að búa til sápu með prímus og smjörpappír og honum fannst ég afleitur nemandi.  Ég var víst í stórhættu með að sprengja allt draslið í loft upp og gott ef æfingin endaði ekki með að herra Cleese hljóp öskrandi í burtu.  Þessa dagana er ég að lesa Fragile Things eftir Neil Gaiman, einn af mínum uppáhaldshöfundum, og þess má geta að myndin Stardust sem er að koma er gerð eftir sögu hans.  Svo maður minnist ekki á Sandman sem er algjör klassík.

En kvöldið í kvöld verður haldið heimavið, heilgrillaður grís, varðeldur, dansandi sveinar....nei, ætli það verði ekki eitthvað rólegra en það.  En kannski fæ ég pakka!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með daginn!!

Og já, Gaiman er snillingur. Stardust er víst alveg stórágæt mynd, því var ekkert klúðrað og hægt að hlakka til að sjá hana. Svo kemur Absolute Sandman vol 2. út í október. Vúhú!

Björn Friðgeir (IP-tala skráð) 19.8.2007 kl. 16:18

2 identicon

Til hamingju með daginn kæra frænka, vona að þið eigið gott kvöld saman, það er nú ekki slæmt að geta haldið sér 29 svona lengi.

Bestu kveðjur frá baunabúum

Kristin Helgadottir (IP-tala skráð) 19.8.2007 kl. 16:21

3 identicon

Til hamingju með afmælið! Ég segi nú alltaf að ég sé 22 ára í anda!

Hulda Katrín (IP-tala skráð) 19.8.2007 kl. 20:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórdís Guðmundsdóttir
Þórdís Guðmundsdóttir
Áráttukrotari og úthverfabúi

Færsluflokkar

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nota bene

Veður

Click for Reykjavik, Iceland Forecast

Nýjustu myndir

  • orchid-07
  • Svo þetta
  • Fyrst kom þetta

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband