Heia Norge!

Nú er unginn kominn til Bodö að keppa í First Lego League.  En fyrst er haldið upp á þjóðhátíðardag Norðmanna í dag og Valgerður er búin að æfa sig ítrekað í að syngja norska þjóðsönginn skv. handskrifuðum blöðum frá Geir Haarde og Siv Friðleifsdóttur!Wink
Enda Norðmenn að mæta hér með her og tilheyrandi innan tíðar.  Það er minnisvarði hér í Kópavoginum um síðustu afrek þeirra félaga (1262)!
Þess utan virtist vera ágætt hljóð í dömunni þegar ég talaði við hana í gær nema hvað hún var að vonum þreytt eftir langa ferð og lítinn svefn.
Hulda Ólafía fer í dag í sveitaferð í Biskupstungur með Njarðvíkingum svo undirrituð verður ALEIN (fyrir utan köttinn) að taka til og hringla um í húsinu.  En ég ætla að sjá hvort mér gangi ekki eitthvað að sinna mínum verkum hér heima fyrir án þess að heyra reglulega sönginn: "Mamma, ég vil pissa!" Merkilegt hvað hún Valgerður þarf ennþá hjálp við þetta! Bara að grínast gott fólk!

Gleðilegan Upsteppers Day! (Ja vi elsker dette landet)
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórdís Guðmundsdóttir
Þórdís Guðmundsdóttir
Áráttukrotari og úthverfabúi

Færsluflokkar

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 22229

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nota bene

Veður

Click for Reykjavik, Iceland Forecast

Nýjustu myndir

  • orchid-07
  • Svo þetta
  • Fyrst kom þetta

Af mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband