Einhverfupælingar

Ég ætla að að leyfa mér að setja stórt spurningamerki við myndina Hear the Silence sem er í kvöld á RÚV.

Hún fjallar um þær hugmyndir að bólusetningar með MMR bóluefninu (samsett bóluefni v/ mislinga, hettusóttar og rauðra hunda) valdi einhverfu.

Þessi hugmynd kom fram í kjölfar einnar rannsóknar sem seinna var talin gölluð og allmargar rannsóknir hafa verið gerðar í kjölfarið sem hafa ekki fundin nein tengsl á milli bólusetninga og einhverfu.

Mér sýnist að efnið sé sett fram á vilhallan hátt svo sem má sjá í dómi Guardian. Ég ætla samt að renna myndinni inn á harða diskinn og líta á hana seinna.

Ég veit það bara að dóttir mín 'versnaði' ekki eftir bólusetningar. Hulda er búin að vera það sem hún er frá fæðingu. Hún horfði alltaf miklu meira á fólk heldur en hluti og hlustaði frekar á tónlist frekar en tal. Fantafínn krakki, hvað sem hún kallast á fagmáli.

En það er örugglega freistandi að finna blóraböggul þegar unginn manns reynist vera öðruvísi en önnur börn. Það er óhemju sárt og erfitt að þurfa að horfast í augu við slík sannindi. Og bólusetningin er gerð á svipuðum aldri og einhverfa fer að verða greinanleg. En einhverfa var til löngu áður en bólusetningar urðu almennar. Einhverfa finnst líka þar sem börn eru ekki bólusett. En síðustu árin hafa sjúkdómarnir sem bólusett er gegn, látið á sér kræla í þeim samfélögum þar sem bólusetningartíðnin hefur lækkað. Í fyrra minnir mig að breskur drengur hafi dáið af völdum fylgikvilla mislinga.

En kannski liggur vandamálið frekar í því að nútímasamfélag gerir miklar kröfur um að allt sé fullkomið. Börnin fullkomin, bíllinn fullkominn, húsið fullkomið,lífið fullkomið (Helst ekki að deyja. Það er bæði ósmekklegt og vandræðalegt!) Við skiljum sennilega ekki enn að varíantar finnast í nátturunni, líka hjá okkur. Við gleymum hreinlega að gera ráð fyrir því að lífið sé óútreiknanlegt.

Og við værum ekki hér í dag nema vegna þess að lífverurnar sem voru á undan okkur tóku stökkbreytingum og voru ekki allar eins.

Og ef einhverfurófið væri þurrkað út væri vafalaust hægt að leggja niður einhverjar deildir í Háskólanum.

Annars.... það líður að kosningum og ég mun fagna þegar kosningapósturinn hættir að berast. En ég ætla að fylgjast með kosningasjónvarpinu á morgun, svona á eftir Júróvisjón. Vona að frambjóðendur verði sáttir við sinn árangur og landslýður sömuleiðis.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Friðgeir Björnsson

Þetta finnst mér stórlega vafasamt. " engar sannanir voru lagðar fram sem sýndu fram á að engin tengsl væru á milli bóluefnisins og einhverfu. " "Þetta er saga af hugrökkum lækni og móður sem vill fyrir alla muni að sannleikurinn fái að koma fram, og af syni hennar ungum sem meinið bitnar á." 

Ég hef fylgst nokkuð með þessu MMR máli undanfarin ár eftir því sem fréttir eru af því í bresku blöðunum og man ekki betur en einmitt núna í vetur hafi enn komið fram rannsóknir sem endanlega hrekja þetta.

Það má mikið til vinna til að mislingar verði ekki aftur að faraldri, og það að bólusetning gegn þeim hafi minnkað mikið á jafn lélegum forsendum er skelfilegt. 

Ég er svo sammála hugleiðingum þínum um fullkomnunaráráttu þjóðfélagsins.

Björn Friðgeir Björnsson, 11.5.2007 kl. 17:29

2 identicon

Sumt fólk er vitlausara en annað!! Það geri sér ekki grein fyrir því ef barnið fær þessa sjúkdóma þá getur það dáið!!!! Ef þessi lyf stuðla af einhverfu þá ætti að vera fleiri einstaklingar með einhverfu en eru í dag, því að það eru flestir sprautaðir fyrir þessum sjúkdómum!! Ég segi nú bara eins og House í einum þættinum hans þegar ein mamma vildi ekki láta sprauta barnið sitt, það er hægt að fá  barna líkkistu sem lítur út eins og lögreglubíll eða bara slökkvuliðsbíll!!.

Hulda Katrín (IP-tala skráð) 11.5.2007 kl. 21:12

3 identicon

Annað sem ég var að pæla, því að ég er í þannig námi að alltaf að pæla í niðurstöðu rannsókna!! Ég sá ekki myndina en sá upplýsingar um myndina á rúv hjá þér! Þar stóð: Fyrir 1988 var tíðni einhverfu meðal barna á bilinu eitt til tvö af hverjum tíu þúsund börnum. Nú herjar meinið á eitt af hverjum 86 börnum. Þetta er nú frekar vitlaust. Þegar ég var í grunnskóla þá var ekki til þessir allskonar sjúkdómar sem eru greindir í dag, það var bara til óláttarbelgir ef börn létu illa og áttu erfitt með að einbeita sér! Ekki ofvirknir og cetra!(það var í kringum 1980-95 þegar ég var í grunnskóla) Svo ég segi lyfin eru ekki ástæðan fjölgun einhverfutilfella heldur betri greiningar á börnum!(Mér leiðist alveg svakalega að læra undir próf) :)

Hulda Katrín (IP-tala skráð) 16.5.2007 kl. 09:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórdís Guðmundsdóttir
Þórdís Guðmundsdóttir
Áráttukrotari og úthverfabúi

Færsluflokkar

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nota bene

Veður

Click for Reykjavik, Iceland Forecast

Nýjustu myndir

  • orchid-07
  • Svo þetta
  • Fyrst kom þetta

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband