Annar dagur....

...á Greiningarstöðinni.

Þetta er búinn að vera dálítið strembinn dagur hjá Huldu litlu sem aftur hitti þrjá mismunandi aðila og var prófuð í bak og fyrir.  Hennar partur var þó búinn um hádegi og við vorum í viðtali eftir hádegi að segja frá því hvernig ungfrúin hagaði sér heimafyrir og hvaða takta hún sýndi prívat.  Það var ágætt að hafa séns á að koma því á framfæri.  Stressið er nú þó nokkuð minna en í gær en ég er samt enn að vakna á ókristilegum tímum og eiga í erfiðleikum með að sofna.  Það er það sem gefur sig fyrst þegar ég stressuð, svefninn.  Af hverju í skrattanum getur maður ekki misst matarlystina og orðið svona föl og interesting?  Jæja, hver hefur sinn djöful að draga, ekki satt?

Hulda er orðin svolítið lúin eftir að vera vakin snemma og að standa í þessu þvargi svo nú er á dagskrá að baða stúlkuna og gefa henni kvöldmat svo hún haldist vakandi fram að hæfilegum svefntíma.

Ég býst ekki við að hún verði útskrifuð með "OK" stimpilinn á rassinum eftir þessa lotu, líklega verður stimpillinn eitthvað sem manni líkar ekki jafnvel.  En það á víst að horfa á björtu hliðarnar og bjarta hliðin er sú að eftir þetta er vafalaust hægt að fá betri og hnitmiðaðri aðstoð.  Annars hefur Hulda tekið stórstígum framförum í tali núna í fríinu og segir ný orð á hverjum degi.  Framburðurinn er kannski ekki eins skýr og hjá enskum Shakespeare leikara en Hulda kemst þó í talþjálfun upp úr miðjum ágúst. 

Ég ímynda mér samt að það verði ákveðinn léttir að vera búin að þessu af því þetta hefur verið hangandi yfir hausamótunum á okkur frá því í lok september.  Vont fyrst, betra svo.

Vonum það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við erum með fingur, tær og ég veit ekki hvað krosslagt. Svo hefur verið spýtt í allar áttir, allt til gæfu og gengis fyrir ungfrú Huldu Ólafíu. Hugurinn er hjá ykkur allan daginn og við erum bjartsýn eins og ævinlega. Hafa ekki öll ský silfurkant og brýst sólin ekki fram úr skýjunum eftir verstu skúrir. Og svo til að kóróna þetta höfum við sett aukaskammt fyrir ykkur í bænirnar. Því verður ábyggilega eitthvað gott sem hlýst af þessu öllu. Ástarkveðjur frá norðanmönnum

Auður og Helgi (IP-tala skráð) 4.7.2006 kl. 21:42

2 Smámynd: Þórdís Guðmundsdóttir

Takk takk fyrir góð orð, við erum á því að þetta sé allt á réttri leið. Í það minnsta er mikið úrvalsfólk þarna á Græningjastöðinni.

Þórdís Guðmundsdóttir, 5.7.2006 kl. 11:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórdís Guðmundsdóttir
Þórdís Guðmundsdóttir
Áráttukrotari og úthverfabúi

Færsluflokkar

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nota bene

Veður

Click for Reykjavik, Iceland Forecast

Nýjustu myndir

  • orchid-07
  • Svo þetta
  • Fyrst kom þetta

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband