Dagur eitt. Punktur.

Kæri Jólasveinn.

Fórum á Greiningarstöðina í dag hvar Hulda var mæld og potuð og fékk að leika sér að fullt af nýju og spennandi dóti.  Henni gekk misvel í prófum en fer aftur á morgun og hittir að mestu leyti sama fólk.  Góðu fréttirnar eru þær að henni virðist líka þokkalega við fólkið sem er að prófa hana nema hvað hún var ekkert sérstaklega hrifin af þjónustunni hjá lækninum.

Slæmu fréttirnar eru þær að ég er nátturlega svo stressuð ennþá að að ég sef lítið og er alltaf illt í maganum.  Svo er ég búin að komast að því að ef maður þarf að fá útrás fyrir spennu setur maður barasta Sibelius í græjurnar inni í eldhúsi, tekur til og snöktir soldið í takt við SibbaGráta.  Engar áhyggjur, þetta er ekki svona harmrænt, bara smá spennufall.

En í gær skruppum við í Elko og keyptum DVD tæki fyrir litla sjónvarpið fyrir s**t og kanel.  Ég kom með kanelinn, Siggi sá um restina.  Glottandi  En í alvöru talað, hræódýr græja frá Philips, spilar allt sem mér gæti dottið í hug (líka DivX) og pínulítil.  Var að gera hana fjölkerfa áðan og það var svo einfalt að það er fáránlegt.  Huldu þykir mikill lúxus að fá að vera inni í okkar herbergi og horfa á Tomma og Jenna og við fáum loksins að horfa á fullorðinssjónvarp frammi.

Jæja vinir og vandamenn, ég tékka mig inn á morgun með harmogbarmsögur morgundagsins.  Eða kannski verðum við barasta í banastuði.

Keep a stiff upper lipp (Botox hjálpar víst mikið í þeim tilfellum!)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hae
Gott ad heyra ad thetta er allt i farvatninu. Vid erum bunar ad kaupa sma verdlaun handa Huldu fyrir ad vera svona dugleg
Solarfarar (erum eiginlega bunar ad overdoza af sol:))

garun (IP-tala skráð) 4.7.2006 kl. 16:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórdís Guðmundsdóttir
Þórdís Guðmundsdóttir
Áráttukrotari og úthverfabúi

Færsluflokkar

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nota bene

Veður

Click for Reykjavik, Iceland Forecast

Nýjustu myndir

  • orchid-07
  • Svo þetta
  • Fyrst kom þetta

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband