Gafst upp á að hlaða inn einfaldri mynd af kettinum á blogger svo hér hef ég aðsetur í bili.
Allt meinhægt á þessu vígstöðvum, starfsdagur á leikskólanum hennar Huldu svo dagurinn hefur farið í pössunarskiptingar og hlaup til og frá vinnu í tveimur hollum.
Erum að leggja drög að garðbleðlunum sem við eigum fyrir framan og aftan hús og urðum því miður að hætta við tíu hæða gosbrunninn. Eitthvað kjaftæði um byggingareglugerð, grenndarkynningar og byggingarreit. Hélt að það tíðkuðust svona insane byggingar hér í Kópavoginum.
Nei, bara grín, en við erum samt búin að krota uppdrætti á blað og ef guð lofar kemst sköpunarverkið á koppinn einhvern tímann. Eins ætlum við að láta moka burt hlíðinni í bakgarðinum og setja í staðinn vegg úr holtagrjóti. Bakgarðurinn mun þá nefnast hér eftir "Pytturinn" eða "The Pit" á útlensku. Það verður hægt að vera allsber í honum og svo verður sundlaug, sólpallur, sauna, fótsnyrtingaraðstaða og kattasandskassi þarna. Og ekki má gleyma vatnsrennibrautinni og barnum. Feel free to visit. Greinilegur föstudagur mættur í mína.
En, nóg að sinni. Ef þið villist inn á þessa síðu þá endilega kommenta/kvitta svo ég sjái að þið hafið fylgt mér hingað.
Góðar stundir,
Þórdís.
Flokkur: Bloggar | 12.5.2006 | 17:59 (breytt kl. 18:00) | Facebook
Eldri færslur
- Febrúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Feb. 2025
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Ýmislegt áhugavert
- Auður AkureyrarAuður
- Birta og Helgi Danmerkurgengið
- Guðrún Björk Garún, Garún
- Hulda Katrín Eldri krullhausinn
- Valgerður Dóttirin
- Guðrún Mary Seltjarnarnesdaman
- Björninn Bjössi bekkjarbróðir
- Hörður Myndasmiður Myndirnar hans Harðar
- Vinnan Mitt daglega starf
- Drawn Krotarablogg
- Cartoon Brew Hreyfimyndablogg
- Autism Diva Donna Williams
- IllustrationMundo Krotarar alheimsins
Athugasemdir
Frábær síða, sniðugt að fá svona myndaalbúm og allt með. Hvað máttu vera með mikið af myndum þarna eiginlega?
Annars baráttukveðjur frá baunabúum....
Kristín og krakkarnir
Kristin og krakkarnir (IP-tala skráð) 12.5.2006 kl. 18:29
Vá, þvílíkur köttur! Hann er stór og flottur kúrari. Þessi síða er flott og ef það er lítið vesen að koma sér upp þarna þá kannski verði látið vaða yfir á þessar slóðir um leið og við flytjum aftur til Íslands. Góða helgi og góðar stundir í risabakgarðinum ykkar. Bestu kveðjur frá Spanjólum.
Auður stóra systir og Helgi mágur (IP-tala skráð) 12.5.2006 kl. 19:04
Það má hafa 50 MB af myndum hérna og svo er hægt að kaupa meira pláss.
Þórdís Guðmundsdóttir, 12.5.2006 kl. 23:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.