Pestarblús

Fjölskyldan lá í flensu síðastliðna eina og hálfa viku.  Og já, við erum að tala um alvöru sortina en ekki kvefið sem sumir kalla flensu.  Hiti, beinverkir, augnverkir, háls, nef og tilheyrandi verkir.  Hulda náði að hafa hita sex daga í röð og er orðin grindhoruð eftir þessa atrennu.  En núna erum við öll komin í vinnu og skóla aftur og erum misþreklaus.  Mér skilst að Hulda hafi sofnað í leikskólanum í dag og við gömlu hjónin erum úrvinda eftir smástund og þurfum að setjast niður og hvíla okkur.  Svo virðumst við vera að taka út pestarblúsinn núna í kjölfarið.  Já, Herr Bömmer er kominn í heimsókn á heimilið og lýðurinn nokkuð eymdarlegur.  Mígandi rigning og rok hjálpar ekki til og svo kemur maður heim og Skúrítas heldur því fram að þeir hafi ekki fengið greitt. (Bankadruslan átti að vera búin að setja þetta inn í greiðsluþjónustu en einhver er að klikka þar.....aftur).  Búið að loka bankanum og engan hægt að skamma nema sjálfan sig, jú og logga sig inn í heimabankann og greiða það sem átti að vera búið að greiða.  Me is not happy!  Svo er allt óþrifið og óþvegið eftir aumingjagang síðustu viku og það er semsagt upplyftingin sem maður á von á:  skúra gólfin, þvo þvott og skrúbba kamarinn.  Unglingurinn búinn að leggja undir sig vinnuherbergið mitt og ég get ekki sett upp góða skjáinn minn og góða prentarann.  Blómin að sálast og verri lykt en vanalega af botninum á kettinum.  Skrifa kannski þegar brún mín léttist aftur....

"Góða" helgi!

P.S.  Það skal þó tekið skýrt fram að ofangreind atriði eru minniháttar ergelsi og ramakveinin kannski full hávær í undirritaðri.  En stundum eru bara svona móment, býst við að allir hafi prófað það.  Kannski bara ágætt að beina stundum augum að litlu hlutunum því nóg er víst af þessum stóru...

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Friðgeir Björnsson

La vita è sucky eins og Ítalir segja (ekki). Vona að brúnir lyftist fljótlega.

Björn Friðgeir Björnsson, 2.2.2007 kl. 18:51

2 Smámynd: Þórdís Guðmundsdóttir

Takk fyrir það!  Lífið er víst aðeins að skríða saman aftur.

Þórdís Guðmundsdóttir, 3.2.2007 kl. 17:53

3 identicon

Sumir dagar eru eins og hvert annað hundsbit og stundum koma margir svoleiðis dagar í röð. En viti menn, áður en varir dettur hríð af húsi og sólin skín á ný. Ég verð alltaf jafnhissa og jafnglöð. Svona tímabil eru til þess gerð af almættinu til þess að við lærum að meta góðu dagana.

Auður stóra systir (IP-tala skráð) 5.2.2007 kl. 00:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórdís Guðmundsdóttir
Þórdís Guðmundsdóttir
Áráttukrotari og úthverfabúi

Færsluflokkar

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nota bene

Veður

Click for Reykjavik, Iceland Forecast

Nýjustu myndir

  • orchid-07
  • Svo þetta
  • Fyrst kom þetta

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband