Þeir sem lesa Calvin og Hobbes ættu að þekkja fyrir hvað þessi skammstöfun stendur. Fyrir ykkur hin þá er þetta nafn á klúbbi sem Calvin stendur fyrir og nefnist fullu nafni Get Rid Of Slimy girlS.
Ég rifja þetta upp vegna þess að ég er búin að fylgjast með framvindu mála hjá "Frjálslynda" flokknum af athygli. Ef einhverjir eru kandídatar í þennan klúbb þá eru það karlkónarnir sem troðast yfir allt og alla og verja sig með fúkyrðum og illmælgi ef einhver dirfist að spyrja þá út í eða gera athugasemdir við þeirra misgáfulegu gjörninga.
Sýnist að það sé kominn tími á að betri helmingurin í flokknum fari að hugsa sér til hreyfings. Þetta er farið að líta út eins og vont hjónaband, byggt á andlegu einelti. Vona að þau drífi sig sem fyrst og leyfi karlpungunum að eiga sig. Þeir munu vafalítið uppskera eins og þeir sá.
Og svo eru Calvin og Hobbes(Amazon linkur en eitt Gary Larson coll. slæðist með - ekki slæmt!) ágætis meðal við hvaða kvilla sem er!
Flokkur: Bloggar | 29.1.2007 | 13:55 (breytt kl. 14:13) | Facebook
Eldri færslur
- Febrúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Feb. 2025
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Ýmislegt áhugavert
- Auður AkureyrarAuður
- Birta og Helgi Danmerkurgengið
- Guðrún Björk Garún, Garún
- Hulda Katrín Eldri krullhausinn
- Valgerður Dóttirin
- Guðrún Mary Seltjarnarnesdaman
- Björninn Bjössi bekkjarbróðir
- Hörður Myndasmiður Myndirnar hans Harðar
- Vinnan Mitt daglega starf
- Drawn Krotarablogg
- Cartoon Brew Hreyfimyndablogg
- Autism Diva Donna Williams
- IllustrationMundo Krotarar alheimsins
Athugasemdir
Get alveg mælt með tveimur efstu bókunum á amazon listanum :)
Björn Friðgeir Björnsson, 29.1.2007 kl. 16:16
Þetta er með ólíkindum og svo tjáði sá þriðji sig í dag. Sigurjón Þórðarson spurði furðu lostinn hvernig stæði á því að Kvenréttindafélag Íslands væri að tjá sig um málið og skipta sér af innanflokksmálum FF. "Bragð er að þegar barnið finnur." Undanfarnir dagar hafa sýnt og sannað að FF er ekkert annað en forheimskaður kallaflokkur. Þetta er nú ekki björgulegt, en Jón Magnússon er augljóslega búinn að finna sér flokk til rúmstra með.
Auður (IP-tala skráð) 29.1.2007 kl. 23:01
Mér fannst ræða hennar Margrétar á landsfundinum helvíti góð! Sérstaklega þegar hún las þetta blessaða e-mail,,,,Endilega ekki tveir kallar einir við borð. Nauðsynlegt að hafa konu með. Hafa blómvönd eða skreytingu á borðinu. Hafa salinn skipaðan fólki þannig að það séu milli 10 og 20 manns í salnum fólk sem þekkt er af báðum stöðum. Kveðja, Jón Magnússon" Mér fannst þetta helvíti fyndið, ef kerling á að opna á sér kjaftin, þá á greinilega að vera blóm á borðum!!
Hulda Katrín (IP-tala skráð) 30.1.2007 kl. 00:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.